Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fös 24. júní 2022 22:22
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Ætla að vera sama um frammistöðuna
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar komust í kvöld í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar með því að vinna 1-0 sigur gegn Inter Escaldes frá Andorra á Víkingsvelli.

Víkingar áttu alls ekki góðan leik en náðu hinsvegar að klára verkefnið og koma sér í einvígi gegn Malmö.

Lestu um leikinn: Inter Escaldes 0 -  1 Víkingur R.

Þetta var erfiðari fæðing en flestir bjuggust við.

„Já klárlega. Þetta var skrítinn leikur og þetta sýndi hversu góð frammistaða okkar var gegn Levadia á þriðjudaginn. Það bjuggust kannski margir strákar hjá okkur við því að þetta yrði þá auðvelt en þrátt fyrir að Andorra sé töluvert lakari í fótbolta þá kunna þeir að spila svona leiki, tefja og fiska aukaspyrnur. Okkar strákar urðu pirraðir og við duttum svolítið á þeirra plan," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn.

„Mér er nokk sama um frammistöðuna, þetta er eina skiptið sem ég ætla að vera sama um frammistöðuna. Við erum komnir áfram og höldum þessu ævintýri okkar áfram. Við eigum Malmö í næstu umferð."

En Arnari var augljóslega ekki sama um frammistöðuna meðan á leik stóð og greinilegt á hliðarlínunni að hann var pirraður yfir gangi mála.

„Þetta var 'frustrating' leikur, menn voru pirraðir og lítið gekk upp. Menn héldu ekki aga í sínum stöðum og gerðu ekki það sem þeir eru vanir. Svo náum við markinu sem er alveg eins og okkar fótbolti er. Færa boltann, fylla boxið og einföld fyrirgjöf. Stundum þarf að fara 'back to basic' og við náðum að innbyrða þennan sigur."

Mögulega mistök hvernig leikurinn var settur upp
Víkingar byrjuðu í þriggja miðvarða kerfi en Arnar breytti svo í fjögurra manna vörn og setti inn menn af bekknum. Fannst honum ganga betur eftir breytingarnar?

„Mögulega voru mistök af minni hálfu hvernig ég setti leikinn upp í byrjun. Við fengum ekki nægilega mikið af leikstöðinni einn gegn einum á köntunum. Við reyndum að breyta því í fyrri hálfleik og það gekk 'lala'. Svo í seinni hálfleik fannst mér við þurfa að fara í 4-3-3 til að fá kantmennina í þessar leikstöður en ekki bakverði. Mér fannst það ganga betur og við áttum að ganga á lagið eftir markið," sagði Arnar.

Kristall bjargvætturinn
Kristall Máni Ingason heldur áfram að reynast Víkingum gulls ígildi. Það kom kannski ekki á óvart að sigurmarkið hafi komið frá honum, hann geislar af sjálfstrausti.

„Hann er bara 'on fire'. Hann hefur haldið áfram frá því í lok tímabils í fyrra. Það er frábært að sjá hvernig hann er notaður í U21 landsliðinu. Þegar frammistöðu-levelið er svona hátt ertu farinn að gera kröfu á sjálfa þig og aðra í kringum þig, vilt að næsti leikur komi helst á morgun og ert með sjálfstraustið í botni. Hann gefur liðinu mikið líka varðandi vinnusemi og var okkar bjargvættur í dag."

Ætla að trúa því að þeir geti slegið út Malmö
Það er mikil eftirvænting meðal allra hjá Víkingi fyrir viðureigninni gegn Malmö og stuðningsmenn eru með skipulagða hópferð.

„Við ætlum ekki að mæta og vera eitthvað fallbyssufóður fyrir Malmö. Þetta er mjög erfitt verkefni og frábært ævintýri að vera í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir að þessir leikir núna hafi verið gegn liðum frá Eistlandi og Andorra þá fær maður gæsahúð að heyra lagið fræga (Meistaradeildarstefið). Hvað þá í Svíþjóð, þetta verður skemmtilegt ævintýri en við ætlum að trúa því að við getum farið áfram."

„Eins og Andorra liðið hefði getað komið á óvart í kvöld þá getum við komið á óvart gegn Malmö. Þetta snýst um að vera með agaðan og sterkan varnarleik og reyna að koma í Víkina með góð úrslit. Þetta verður erfitt og krefjandi verkefni en fyrst og fremst skemmtilegt," segir Arnar.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner