Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mán 24. október 2022 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Kristins ósáttur með hegðun Kjartans Henry: Enginn stærri en KR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Rúnar Kristinsson var sáttur með spilamennsku sinna manna í KR í 2-2 jafntefli gegn Víkingi R. í Bestu deildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Rúnar er hins vegar ósáttur með hegðun Kjartans Henry Finnbogasonar og ræddi samningsmál hans að leikslokum. Fyrstu fjórar mínútur viðtalsins hér fyrir ofan eru um leikinn í kvöld en svo er Rúnar spurður út í Kjartan Henry og hans mál. Rúnar er ósáttur með að hafa verið sakaður um lygar.

„Kjartan baðst undan því að klára tímabilið með okkur því hann vildi fá frið og tíma til að hugsa. Hann fékk, eins og frægt er orðið, blað í hendurnar til að skrifa undir. Það er formsatriði að skrifa undir þetta þar sem KR ákvað að nýta sér ákvæði í samningnum. Ég taldi og hélt að þetta væri formsatriði en hafði ekki hugmynd um hvað stóð í því. Það er búið að bjóða Kjartani að setjast niður með okkur og semja um næsta ár," sagði Rúnar og útskýrði stöðu mála.

„Þetta fór illa í Kjartan sem sendi út Twitter færslu á föstudeginum. Daginn fyrir leik. Ég ákveð hverjir eru í hóp og hverjir ekki, það þurfa allir að fylgja sömu reglum, það er enginn stærri en KR og það er enginn sem fær að gera eitthvað af sér og komast upp með það. Það eru afleiðingar og Kjartan hefur því miður brotið ýmislegt sem ég er ekki sáttur með."

Rúnar útskýrði stöðu mála ítarlega í viðtalinu sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Klásúlan sem varð til þess að KR setti Kjartan út í kuldann
Kjartan Henry botnar ekki í ummælum Rúnars: Vitleysan náð nýjum hæðum


Athugasemdir
banner
banner