Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 24. október 2022 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Kristins ósáttur með hegðun Kjartans Henry: Enginn stærri en KR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Rúnar Kristinsson var sáttur með spilamennsku sinna manna í KR í 2-2 jafntefli gegn Víkingi R. í Bestu deildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Rúnar er hins vegar ósáttur með hegðun Kjartans Henry Finnbogasonar og ræddi samningsmál hans að leikslokum. Fyrstu fjórar mínútur viðtalsins hér fyrir ofan eru um leikinn í kvöld en svo er Rúnar spurður út í Kjartan Henry og hans mál. Rúnar er ósáttur með að hafa verið sakaður um lygar.

„Kjartan baðst undan því að klára tímabilið með okkur því hann vildi fá frið og tíma til að hugsa. Hann fékk, eins og frægt er orðið, blað í hendurnar til að skrifa undir. Það er formsatriði að skrifa undir þetta þar sem KR ákvað að nýta sér ákvæði í samningnum. Ég taldi og hélt að þetta væri formsatriði en hafði ekki hugmynd um hvað stóð í því. Það er búið að bjóða Kjartani að setjast niður með okkur og semja um næsta ár," sagði Rúnar og útskýrði stöðu mála.

„Þetta fór illa í Kjartan sem sendi út Twitter færslu á föstudeginum. Daginn fyrir leik. Ég ákveð hverjir eru í hóp og hverjir ekki, það þurfa allir að fylgja sömu reglum, það er enginn stærri en KR og það er enginn sem fær að gera eitthvað af sér og komast upp með það. Það eru afleiðingar og Kjartan hefur því miður brotið ýmislegt sem ég er ekki sáttur með."

Rúnar útskýrði stöðu mála ítarlega í viðtalinu sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Klásúlan sem varð til þess að KR setti Kjartan út í kuldann
Kjartan Henry botnar ekki í ummælum Rúnars: Vitleysan náð nýjum hæðum


Athugasemdir
banner
banner