Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
   mán 24. október 2022 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Kristins ósáttur með hegðun Kjartans Henry: Enginn stærri en KR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Rúnar Kristinsson var sáttur með spilamennsku sinna manna í KR í 2-2 jafntefli gegn Víkingi R. í Bestu deildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Rúnar er hins vegar ósáttur með hegðun Kjartans Henry Finnbogasonar og ræddi samningsmál hans að leikslokum. Fyrstu fjórar mínútur viðtalsins hér fyrir ofan eru um leikinn í kvöld en svo er Rúnar spurður út í Kjartan Henry og hans mál. Rúnar er ósáttur með að hafa verið sakaður um lygar.

„Kjartan baðst undan því að klára tímabilið með okkur því hann vildi fá frið og tíma til að hugsa. Hann fékk, eins og frægt er orðið, blað í hendurnar til að skrifa undir. Það er formsatriði að skrifa undir þetta þar sem KR ákvað að nýta sér ákvæði í samningnum. Ég taldi og hélt að þetta væri formsatriði en hafði ekki hugmynd um hvað stóð í því. Það er búið að bjóða Kjartani að setjast niður með okkur og semja um næsta ár," sagði Rúnar og útskýrði stöðu mála.

„Þetta fór illa í Kjartan sem sendi út Twitter færslu á föstudeginum. Daginn fyrir leik. Ég ákveð hverjir eru í hóp og hverjir ekki, það þurfa allir að fylgja sömu reglum, það er enginn stærri en KR og það er enginn sem fær að gera eitthvað af sér og komast upp með það. Það eru afleiðingar og Kjartan hefur því miður brotið ýmislegt sem ég er ekki sáttur með."

Rúnar útskýrði stöðu mála ítarlega í viðtalinu sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Klásúlan sem varð til þess að KR setti Kjartan út í kuldann
Kjartan Henry botnar ekki í ummælum Rúnars: Vitleysan náð nýjum hæðum


Athugasemdir
banner
banner