Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   lau 25. maí 2024 22:30
Hafliði Breiðfjörð
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Arnar Grétarsson þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við lendum undir og komum til baka og svo yfir. Í stöðunni 2-1 fannst mér við fá tvö eða þrjú færi sem við hefðum átt að klára leikinn. Svo hefðum við átt að gera betur í jöfnunarmarkinu. Það er svekkjandi að fór sem fór," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 2 - 2 jafntefli við FH í Bestu-deild karla í dag.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Snemma leiks, eftir 15 mínútur, varð atvik þar sem Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH virtist verja fyrir utan vítateig en Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari á línunni sá það ekki. Um það atvik sagði Arnar:

„Það hafa verið margir dómar sem hafa fallið gegn okkur og þetta er risa ákvörðun. Ég held að við höfum allir séð það og það er með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það. Þetta er risa ákvörðun í leiknum og hann missir af henni. Það er slæmt og hefði geta spilað stóra rullu. Ef hann hefði ekki slegið boltann þá hefði hann skorað en hefði átt að vera rautt spjald. Þetta er svekkjandi þegar dómararnir spila svona stóra rullu í þessu. Þetta eru stórar ákvarðanir og þetta er ekki ákvörðun sem maður hefði haldið að væri erfitt að sjá. Stundum eru ákvarðanir bara mjög erfiðar en mér fannst þetta tiltölulega klippt og skorið."

FH komst yfir í leiknum áður en Valur komst í 2-1. FH minnkaði svo muninn seint í leiknum.

„Fyrsta korterið fannst mér þeir grimmari og við að spila inní. Við vitum að þeir eru physical og að keyra í okkur. Við vorum okkur verstir. Vorum að spila upp í lappirnar á þeim og tapa boltanum á fyrstu 15-20 mínútunum. Svo fannst mér við vinna okkur inn í leikinn og komast trekk í trekk í frábærar stöður."

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan en hann ræðir þar meðal annars um fjarveru sína í síðustu tveimur deildarleikjum þar sem hann tók út leikbann.

„Í HK leiknum var ég bara heima hjá mér og svo var ég bara hér inni á skrifstofu í hinum leiknum og horfði á leikinn í gegnum sjónvarpsskjá. Það er svolítið erfitt, hann er aðeins eftirá. Þetta er erfiðara en að vera á bekknum þó það geti oft verið erfitt."

Afhverju valdirðu að vera frekar fyrir framan skjá en á vellinum?

„Þá er meira verið að fókusa á þjálfarann, hvað hann er að gera og þannig. Það er ágætt að fá að vera einn í friði með athyglina á liðinu og ekki verið að hugsa um hvað ég er að gera."
Athugasemdir
banner
banner
banner