Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   lau 25. maí 2024 22:30
Hafliði Breiðfjörð
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Arnar Grétarsson þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við lendum undir og komum til baka og svo yfir. Í stöðunni 2-1 fannst mér við fá tvö eða þrjú færi sem við hefðum átt að klára leikinn. Svo hefðum við átt að gera betur í jöfnunarmarkinu. Það er svekkjandi að fór sem fór," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 2 - 2 jafntefli við FH í Bestu-deild karla í dag.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Snemma leiks, eftir 15 mínútur, varð atvik þar sem Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH virtist verja fyrir utan vítateig en Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari á línunni sá það ekki. Um það atvik sagði Arnar:

„Það hafa verið margir dómar sem hafa fallið gegn okkur og þetta er risa ákvörðun. Ég held að við höfum allir séð það og það er með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það. Þetta er risa ákvörðun í leiknum og hann missir af henni. Það er slæmt og hefði geta spilað stóra rullu. Ef hann hefði ekki slegið boltann þá hefði hann skorað en hefði átt að vera rautt spjald. Þetta er svekkjandi þegar dómararnir spila svona stóra rullu í þessu. Þetta eru stórar ákvarðanir og þetta er ekki ákvörðun sem maður hefði haldið að væri erfitt að sjá. Stundum eru ákvarðanir bara mjög erfiðar en mér fannst þetta tiltölulega klippt og skorið."

FH komst yfir í leiknum áður en Valur komst í 2-1. FH minnkaði svo muninn seint í leiknum.

„Fyrsta korterið fannst mér þeir grimmari og við að spila inní. Við vitum að þeir eru physical og að keyra í okkur. Við vorum okkur verstir. Vorum að spila upp í lappirnar á þeim og tapa boltanum á fyrstu 15-20 mínútunum. Svo fannst mér við vinna okkur inn í leikinn og komast trekk í trekk í frábærar stöður."

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan en hann ræðir þar meðal annars um fjarveru sína í síðustu tveimur deildarleikjum þar sem hann tók út leikbann.

„Í HK leiknum var ég bara heima hjá mér og svo var ég bara hér inni á skrifstofu í hinum leiknum og horfði á leikinn í gegnum sjónvarpsskjá. Það er svolítið erfitt, hann er aðeins eftirá. Þetta er erfiðara en að vera á bekknum þó það geti oft verið erfitt."

Afhverju valdirðu að vera frekar fyrir framan skjá en á vellinum?

„Þá er meira verið að fókusa á þjálfarann, hvað hann er að gera og þannig. Það er ágætt að fá að vera einn í friði með athyglina á liðinu og ekki verið að hugsa um hvað ég er að gera."
Athugasemdir
banner