Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 25. maí 2024 22:30
Hafliði Breiðfjörð
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Arnar Grétarsson þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við lendum undir og komum til baka og svo yfir. Í stöðunni 2-1 fannst mér við fá tvö eða þrjú færi sem við hefðum átt að klára leikinn. Svo hefðum við átt að gera betur í jöfnunarmarkinu. Það er svekkjandi að fór sem fór," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 2 - 2 jafntefli við FH í Bestu-deild karla í dag.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Snemma leiks, eftir 15 mínútur, varð atvik þar sem Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH virtist verja fyrir utan vítateig en Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari á línunni sá það ekki. Um það atvik sagði Arnar:

„Það hafa verið margir dómar sem hafa fallið gegn okkur og þetta er risa ákvörðun. Ég held að við höfum allir séð það og það er með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það. Þetta er risa ákvörðun í leiknum og hann missir af henni. Það er slæmt og hefði geta spilað stóra rullu. Ef hann hefði ekki slegið boltann þá hefði hann skorað en hefði átt að vera rautt spjald. Þetta er svekkjandi þegar dómararnir spila svona stóra rullu í þessu. Þetta eru stórar ákvarðanir og þetta er ekki ákvörðun sem maður hefði haldið að væri erfitt að sjá. Stundum eru ákvarðanir bara mjög erfiðar en mér fannst þetta tiltölulega klippt og skorið."

FH komst yfir í leiknum áður en Valur komst í 2-1. FH minnkaði svo muninn seint í leiknum.

„Fyrsta korterið fannst mér þeir grimmari og við að spila inní. Við vitum að þeir eru physical og að keyra í okkur. Við vorum okkur verstir. Vorum að spila upp í lappirnar á þeim og tapa boltanum á fyrstu 15-20 mínútunum. Svo fannst mér við vinna okkur inn í leikinn og komast trekk í trekk í frábærar stöður."

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan en hann ræðir þar meðal annars um fjarveru sína í síðustu tveimur deildarleikjum þar sem hann tók út leikbann.

„Í HK leiknum var ég bara heima hjá mér og svo var ég bara hér inni á skrifstofu í hinum leiknum og horfði á leikinn í gegnum sjónvarpsskjá. Það er svolítið erfitt, hann er aðeins eftirá. Þetta er erfiðara en að vera á bekknum þó það geti oft verið erfitt."

Afhverju valdirðu að vera frekar fyrir framan skjá en á vellinum?

„Þá er meira verið að fókusa á þjálfarann, hvað hann er að gera og þannig. Það er ágætt að fá að vera einn í friði með athyglina á liðinu og ekki verið að hugsa um hvað ég er að gera."
Athugasemdir
banner
banner
banner