
„Ljúft að fá þrjá punkta og skemmir ekki fyrir að hafa sett tvö mörk,'' ekki segir Arnar Daníel Aðalsteinsson, leikmaður Gróttu, eftir markamiklan 4-3 sigur gegn Leiknir í fjórðu umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Grótta 4 - 3 Leiknir R.
„Þetta voru samt eiginlega þrjú með sjálfsmarkinu þarna í fyrsta marki hjá Leiknir, en ég tek inn með tveimur bara með glöðu geði,''
„Það toppar þetta ekkert. Þetta er einstakt lið hérna á nesinuog það er bara forréttindi að fá að vera með strákunum í liði. Maður getur ekki sagt eitthvað mikið eftir svona frammistöðu, það er erfitt að koma hingað og sækja eitthvað þegar við erum í svona gír eins og við vorum í dag.''
Þetta var kaflaskiptur leikur í dag.
„Við vorum sjálfir okkar verstir í fyrra hálfleik, við gátum bara eiginlega ekki neitt. En svo erum við búnir að æfa þetta vel drilla þessi föstu leikatriði,''
Grótta hafa ekki tapað leik í deildinni eftir fjóra leiki.
„Við erum taplausir og við þurfum bara að halda áfram að byrja á að verja stígið okkar áður en við förum að sækja þrjú,'' segir Arnar Daníel í lokinn
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.