„Við náðum að njóta þess að spila dag og náðum inn marki snemma sem var mikilvægt svo taka þetta annað mark og við bara gerðum þetta bara fagmannlega." voru fyrstu viðbrögð Eiðs Eiríkssonar þjálfara Vals eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í húsi.
Lestu um leikinn: Valur 6 - 1 Tindastóll
Tólfi Íslandsmeistaratitill Vals kom í kvöld eftir sannkallaða markaveislu á Origovellinum í kvöld.
„Þetta er aðeins betra en síðast, þar vorum við 3-0 yfir og fengum svo tvö í andlitið en þetta var þægilegt allan tíman þannig manni leið mjög vel."
Eiður Benedikt Eiríksson var spurður að því hvar þessi titill hafi unnist í sumar og segir hann að í heimaleiknum gegn Þór/KA.
„Við gerðum breytingar eftir þann leik sem skiluðu okkur og við unnum alla leiki eftir það."
Valur er búið að tryggja titilinn og liðið á eftir að spila þrjá leiki í deildinni og var Eiður spurður hvernig liðið ætli að fara í þessa þrjá leiki sem eftir eru.
„Við ætlum að vinna þennan titil með eins mörgum stigum og við getum, við ætlum ekkert að hætta núna. Vissulega fáum við okkur kaffi og síkó í kvöld en síðan mætum við á móti Keflavík í næsta leik, alltaf gaman að koma þangað."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























