PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   mið 25. ágúst 2021 21:03
Anton Freyr Jónsson
Óskar Smári: Þetta Valslið er í sérklassa
Óskar Smári, þjálfari Tindastóls ræðir við Kjartan Sturluson markmannsþjálfara Vals eftir leikinn í kvöld.
Óskar Smári, þjálfari Tindastóls ræðir við Kjartan Sturluson markmannsþjálfara Vals eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Alltaf leiðinlegt að tapa. Við töpuðum 6-1 á móti Íslandsmeisturunum og kannski byrja að óska Val til hamingju með titilinn, Valstúlkum og öllum Völsurum sem koma að þessu liði því þetta lið er bara í sérklassa og þær unnu okkur sannfærandi í dag." voru fyrstu viðbrögð Óskars Smára Haraldssonar þjálfara Tindastóls eftir tapið á Origovellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Tindastóll

„Við vorum ánægð með fyrri hálfleikinn vorum 2-0 undir en þær sköpuðu ekkert það mörg færi á móti okkur í fyrri hálfleiknum svo breyttum við upplegginu aðeins í síðari hálfleik og þær gengu bara á lagið og við rotuðumst eftir tvær mínútur í seinni og vorum lengi að koma okkur í gang og þær ganga á lagið og þær eru með það mikil gæði að við réðum ekki við það í dag en stelpurnar voru samt að reyna spila og vinna sem lið og við erum ofboðslega ánægðir með það."

Tindastóll er á botni deildarinnar en liðið er enþá í hörku baráttu um að halda sæti sínu í deildinni og fær liðið Keflavík heim á Sauðarkrók í næstu umferð í risa fallbaráttuslag og verður væntanlega fjölmennt á völlinn í þeim leik.

„Ég á von á því að okkar frábæru stuðningsmenn muni koma allir á völlinn og styðja stelpurnar til sigurs þar því það er svolítil stærðargráða á þeim leik. Við ætlum að gera þennan leik upp og tökum videofund og klárum hann og svo er bara stórleikur á Mánudaginn og við ætlum að ná í þrjú stig þar."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner