Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   sun 25. ágúst 2024 18:41
Halldór Gauti Tryggvason
Gunnar Magnús: Tilbúin í þessa baráttu sem þessir leikir verða
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis
Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Súrsætt. Við ætluðum okkur að ná í þrjú stig í dag. Þetta var leikur sem gat dottið hvoru megin sem var,“ sagði Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis eftir jafntefli við Þór/KA í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Þór/KA

 „Vorum að spila á móti mjög góðu liði og þær búnar að spila mjög vel, norðankonur. En á móti þá áttum við okkar móment og okkar tækifæri. Við skorum tvö mörk, höfum ekki verið að skora mikið undanfarið. Þrjú stig hefðum við sannarlega viljað en verðum að gera okkur eitt að góðu.“

„Þetta var bara hörkuleikur. Ég er ánægður með stelpurnar þær lögðu líf og sál í þetta. Maður sá lið á vellinum sem að var að leggja hjartað í þetta.“

Nú er hefðbundinni deildarkeppni lokip og verður deildinni núna skipt upp í efri og neðri hluta. Hvernig horfir tímabilið hingað til við Gunnari? „Við byrjuðum vel og síðan hefur verið erfitt með meiðsla dæmið og enn í dag með Viktoríu. Eins og þetta lítur út núna það lítur ekki vel út. Þannig að svona miðað við allt og allt þá held ég að við verðum svona af stórum hluta að vera bara sátt.”

Fylkir er í neðri hluta deildarinnar og er á leiðinni í hörku endasprett í fallbaráttunni. „Þetta leggst bara vel í okkur og eins og ég segi vinnuframlagið og dugnaðurinn í þessum leik og síðasta leik, við verðum bara að taka það með okkur.”

„Auðvitað verða þetta aðeins öðruvísi leikir. Þetta eru allt erfiðir leikir, erfiðir á annan hátt. Nú reynir líka bara á hausinn á fólki. Hafa sterkan og kaldan haus og tilbúin í þessa baráttu sem þessir leikir verða.”

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner