Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
banner
   sun 25. ágúst 2024 18:41
Halldór Gauti Tryggvason
Gunnar Magnús: Tilbúin í þessa baráttu sem þessir leikir verða
Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis
Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Súrsætt. Við ætluðum okkur að ná í þrjú stig í dag. Þetta var leikur sem gat dottið hvoru megin sem var,“ sagði Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis eftir jafntefli við Þór/KA í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Þór/KA

 „Vorum að spila á móti mjög góðu liði og þær búnar að spila mjög vel, norðankonur. En á móti þá áttum við okkar móment og okkar tækifæri. Við skorum tvö mörk, höfum ekki verið að skora mikið undanfarið. Þrjú stig hefðum við sannarlega viljað en verðum að gera okkur eitt að góðu.“

„Þetta var bara hörkuleikur. Ég er ánægður með stelpurnar þær lögðu líf og sál í þetta. Maður sá lið á vellinum sem að var að leggja hjartað í þetta.“

Nú er hefðbundinni deildarkeppni lokip og verður deildinni núna skipt upp í efri og neðri hluta. Hvernig horfir tímabilið hingað til við Gunnari? „Við byrjuðum vel og síðan hefur verið erfitt með meiðsla dæmið og enn í dag með Viktoríu. Eins og þetta lítur út núna það lítur ekki vel út. Þannig að svona miðað við allt og allt þá held ég að við verðum svona af stórum hluta að vera bara sátt.”

Fylkir er í neðri hluta deildarinnar og er á leiðinni í hörku endasprett í fallbaráttunni. „Þetta leggst bara vel í okkur og eins og ég segi vinnuframlagið og dugnaðurinn í þessum leik og síðasta leik, við verðum bara að taka það með okkur.”

„Auðvitað verða þetta aðeins öðruvísi leikir. Þetta eru allt erfiðir leikir, erfiðir á annan hátt. Nú reynir líka bara á hausinn á fólki. Hafa sterkan og kaldan haus og tilbúin í þessa baráttu sem þessir leikir verða.”

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner