Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   sun 25. ágúst 2024 18:41
Halldór Gauti Tryggvason
Gunnar Magnús: Tilbúin í þessa baráttu sem þessir leikir verða
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis
Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Súrsætt. Við ætluðum okkur að ná í þrjú stig í dag. Þetta var leikur sem gat dottið hvoru megin sem var,“ sagði Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis eftir jafntefli við Þór/KA í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 Þór/KA

 „Vorum að spila á móti mjög góðu liði og þær búnar að spila mjög vel, norðankonur. En á móti þá áttum við okkar móment og okkar tækifæri. Við skorum tvö mörk, höfum ekki verið að skora mikið undanfarið. Þrjú stig hefðum við sannarlega viljað en verðum að gera okkur eitt að góðu.“

„Þetta var bara hörkuleikur. Ég er ánægður með stelpurnar þær lögðu líf og sál í þetta. Maður sá lið á vellinum sem að var að leggja hjartað í þetta.“

Nú er hefðbundinni deildarkeppni lokip og verður deildinni núna skipt upp í efri og neðri hluta. Hvernig horfir tímabilið hingað til við Gunnari? „Við byrjuðum vel og síðan hefur verið erfitt með meiðsla dæmið og enn í dag með Viktoríu. Eins og þetta lítur út núna það lítur ekki vel út. Þannig að svona miðað við allt og allt þá held ég að við verðum svona af stórum hluta að vera bara sátt.”

Fylkir er í neðri hluta deildarinnar og er á leiðinni í hörku endasprett í fallbaráttunni. „Þetta leggst bara vel í okkur og eins og ég segi vinnuframlagið og dugnaðurinn í þessum leik og síðasta leik, við verðum bara að taka það með okkur.”

„Auðvitað verða þetta aðeins öðruvísi leikir. Þetta eru allt erfiðir leikir, erfiðir á annan hátt. Nú reynir líka bara á hausinn á fólki. Hafa sterkan og kaldan haus og tilbúin í þessa baráttu sem þessir leikir verða.”

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner