Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Jón Þór: Á síðasta þriðjungi vantaði aðeins upp á
Hólmar Örn: Setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn
Jökull: Eins og við höfum orðið eitthvað aðeins tens
Túfa: Algjör fyrirmyndar fótboltamaður
Jökull hæstánægður í Aftureldingu: Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér?
Úlfur: Þetta er kannski gallinn við okkar stefnu
Maggi: Vonast til að sjá þjálfara Fjölnis í rauðu á laugardaginn
Ragnar Bragi: Gott svar við útreiðinni síðast
   mið 25. september 2024 22:14
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru alltaf vonbrigði að tapa en ég var hæstánægður með frammistöðu FH-liðsins við skildum allt eftir á vellinum og spiluðum mjög vel á köflum. Það vantaði að koma okkur í góðar stöður og betri ákvarðanartökur. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar nógu vel.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 3-0 tap gegn Víkingum á Víkingsvellinum.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 FH

Þrátt fyrir 3-0 tap segist Heimir vera mjög ánægður með frammistöðu FH-liðsins.

Við vorum að missa boltann á slæmum stöðum og vorum að fá þá á okkur á slæmum stöðum þar sem liðið slitnaði soldið í sundur. En engu að síður var frammistaðan til mikillar fyrirmyndar og við tökum það með okkur í næsta leik.

Næsti leikur FH er gegn Breiðablik á heimavelli en framhaldið leggst vel í Heimi.

Mér lýst vel á framhaldið. Það er bara næsti leikur. Við verðum að hvíla lúin bein og vera klárir á sunnudaginn. Það er nóg eftir að spila. Það eru 12 stig í pottinum og mikið af innbyrðis viðureignum. Það á margt eftir að gerast í þessu.

Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Daði Freyr byrjar fram yfir Sindra Kristinn í markinu  en hann hefur fengið samtal 6 mörk á sig í þessum tveimur leikjum gegn Fram og núna Víking.

Við vildum prófa að skipta um og prófa Daða. Hann hefur komið inn og spilað síðustu tvo leiki og gert það vel. Svo bara sjáum við til með framhaldið.“ sagði Heimir að lokum.

Viðtalið við Heimi Guðjóns í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner