Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   mið 25. september 2024 22:14
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru alltaf vonbrigði að tapa en ég var hæstánægður með frammistöðu FH-liðsins við skildum allt eftir á vellinum og spiluðum mjög vel á köflum. Það vantaði að koma okkur í góðar stöður og betri ákvarðanartökur. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar nógu vel.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 3-0 tap gegn Víkingum á Víkingsvellinum.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 FH

Þrátt fyrir 3-0 tap segist Heimir vera mjög ánægður með frammistöðu FH-liðsins.

Við vorum að missa boltann á slæmum stöðum og vorum að fá þá á okkur á slæmum stöðum þar sem liðið slitnaði soldið í sundur. En engu að síður var frammistaðan til mikillar fyrirmyndar og við tökum það með okkur í næsta leik.

Næsti leikur FH er gegn Breiðablik á heimavelli en framhaldið leggst vel í Heimi.

Mér lýst vel á framhaldið. Það er bara næsti leikur. Við verðum að hvíla lúin bein og vera klárir á sunnudaginn. Það er nóg eftir að spila. Það eru 12 stig í pottinum og mikið af innbyrðis viðureignum. Það á margt eftir að gerast í þessu.

Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Daði Freyr byrjar fram yfir Sindra Kristinn í markinu  en hann hefur fengið samtal 6 mörk á sig í þessum tveimur leikjum gegn Fram og núna Víking.

Við vildum prófa að skipta um og prófa Daða. Hann hefur komið inn og spilað síðustu tvo leiki og gert það vel. Svo bara sjáum við til með framhaldið.“ sagði Heimir að lokum.

Viðtalið við Heimi Guðjóns í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir