Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   mið 25. september 2024 22:14
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru alltaf vonbrigði að tapa en ég var hæstánægður með frammistöðu FH-liðsins við skildum allt eftir á vellinum og spiluðum mjög vel á köflum. Það vantaði að koma okkur í góðar stöður og betri ákvarðanartökur. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar nógu vel.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 3-0 tap gegn Víkingum á Víkingsvellinum.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 FH

Þrátt fyrir 3-0 tap segist Heimir vera mjög ánægður með frammistöðu FH-liðsins.

Við vorum að missa boltann á slæmum stöðum og vorum að fá þá á okkur á slæmum stöðum þar sem liðið slitnaði soldið í sundur. En engu að síður var frammistaðan til mikillar fyrirmyndar og við tökum það með okkur í næsta leik.

Næsti leikur FH er gegn Breiðablik á heimavelli en framhaldið leggst vel í Heimi.

Mér lýst vel á framhaldið. Það er bara næsti leikur. Við verðum að hvíla lúin bein og vera klárir á sunnudaginn. Það er nóg eftir að spila. Það eru 12 stig í pottinum og mikið af innbyrðis viðureignum. Það á margt eftir að gerast í þessu.

Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Daði Freyr byrjar fram yfir Sindra Kristinn í markinu  en hann hefur fengið samtal 6 mörk á sig í þessum tveimur leikjum gegn Fram og núna Víking.

Við vildum prófa að skipta um og prófa Daða. Hann hefur komið inn og spilað síðustu tvo leiki og gert það vel. Svo bara sjáum við til með framhaldið.“ sagði Heimir að lokum.

Viðtalið við Heimi Guðjóns í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner