Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
   mið 25. september 2024 22:14
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru alltaf vonbrigði að tapa en ég var hæstánægður með frammistöðu FH-liðsins við skildum allt eftir á vellinum og spiluðum mjög vel á köflum. Það vantaði að koma okkur í góðar stöður og betri ákvarðanartökur. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar nógu vel.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 3-0 tap gegn Víkingum á Víkingsvellinum.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 FH

Þrátt fyrir 3-0 tap segist Heimir vera mjög ánægður með frammistöðu FH-liðsins.

Við vorum að missa boltann á slæmum stöðum og vorum að fá þá á okkur á slæmum stöðum þar sem liðið slitnaði soldið í sundur. En engu að síður var frammistaðan til mikillar fyrirmyndar og við tökum það með okkur í næsta leik.

Næsti leikur FH er gegn Breiðablik á heimavelli en framhaldið leggst vel í Heimi.

Mér lýst vel á framhaldið. Það er bara næsti leikur. Við verðum að hvíla lúin bein og vera klárir á sunnudaginn. Það er nóg eftir að spila. Það eru 12 stig í pottinum og mikið af innbyrðis viðureignum. Það á margt eftir að gerast í þessu.

Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Daði Freyr byrjar fram yfir Sindra Kristinn í markinu  en hann hefur fengið samtal 6 mörk á sig í þessum tveimur leikjum gegn Fram og núna Víking.

Við vildum prófa að skipta um og prófa Daða. Hann hefur komið inn og spilað síðustu tvo leiki og gert það vel. Svo bara sjáum við til með framhaldið.“ sagði Heimir að lokum.

Viðtalið við Heimi Guðjóns í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner