Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Flick: Í okkar verkahring að verja alla sem koma að leiknum
Mynd: EPA
Það skapaðist mikil dramatík í gær í kringum leik Real Madrid og Barcelona í úrsliitum spænska bikarsins en leikurinn fer fram í kvöld.

Real Madrid mætti ekki á fréttamannafund í gær en félagið bjó til myndband þar sem farið var yfir öll mistök dómarans. Þá kom fram að Barcelona hafi unnið 81% af leikjunum sem dómari leiksins í kvöld hefur dæmt en Real Madrid aðeins 64%.

Hansi Flick, stjóri Barcelona, hefur tjáð sig um þetta uppátæki Real Madrid.

„Hvað ætti ég að segja? Fyrir mér er þetta bara leikur, þetta er bara fótbolti. Það er í okkar verkahring að verja leikmennina og alla sem koma að leiknum. Þetta er ekki fallegt, það eru auðvitað tilfinningar inn á vellinum en eftir leikinn er það búið," sagði Flick.

„Það vilja allir sjá leikmennina en við þurfum dómarana og verðum að huga að þeim. Þetta er ekki virðingavert."

Athugasemdir
banner