Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 26. júlí 2023 11:05
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 10. umferðar - Sagður á leið til Vals
Lengjudeildin
Þorsteinn Aron Antonsson er leikmaður umferðarinnar.
Þorsteinn Aron Antonsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Þorsteinn að skora mark sitt í gær.
Þorsteinn að skora mark sitt í gær.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Selfyssingar fagna.
Selfyssingar fagna.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Steinar Þorsteinsson er í fimmta sinn í liðinu.
Steinar Þorsteinsson er í fimmta sinn í liðinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Tveir leikir fóru fram í gær í Lengjudeildinni sem tilheyra 10. umferðinni. Hinir leikir umferðarinnar voru spilaðir 6. - 8. júlí en hér má sjá úrvalslið umferðarinnar.

Eftir fimm tapleiki í röð vann Selfoss 2-0 sigur á Grindavík í gær en Grindvíkingar eru í frjálsu falli. Selfyssingurinn Stefán Þór Ágústsson var eini markvörður deildarinnar sem hélt hreinu í umferðinni. Hrannar Snær Magnússon er einnig í úrvalsliðinu og svo er það leikmaður umferðarinnar...

Leikmaður umferðarinnar:
Þorsteinn Aron Antonsson
Þessi nítján ára miðvörður var frábær í vörn Selfoss og átti nokkrar mjög mikilvægar tæklingar til að koma í veg fyrir möguleg mörk Grindvíkinga, svo skoraði hann þetta mikilvæga annað mark Selfoss til að sigla sigrinum heim. Þorsteinn var með U19 landsliðinu á Möltu en sagan segir að hann sé á leið til Vals.



Þá vann Þór 3-1 sigur gegn Gróttu í gær þar sem Valdimar Daði Sævarsson skoraði tvö mörk.

Þjálfari umferðarinnar er Úlfur Arnar Jökulsson hjá Fjölni en Grafarvogsliðið vann Leikni 4-1. Axel Freyr Harðarson var síógnandi og á meðal markaskorara og þá kom Hákon Ingi Jónsson með kraft af bekknum og skoraði líka í leiknum.

Topplið Aftureldingar vann 4-1 útisigur gegn Ægi þar sem Elmar Kári Cogix skoraði tvö en hann hefur verið fimm sinnum í liði umferðarinnar. Nacho Gil skoraði fyrir Vestra sem vann 2-1 útisigur gegn Þrótti í umferðinni. Sergine Fall er einnig í úrvalsliðinu.

Þá er Steinar Þorsteinsson í ÍA í fimmta sinn í úrvalsliði umferðarinnar en Skagamenn unnu Njarðvík 2-1. Arnór Smárason er einnig í liðinu.

Lið umferðarinnar:
13. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
12. umferð - Daníel Finns Matthíasson (Leiknir)
9. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner