Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 26. september 2020 20:02
Helga Katrín Jónsdóttir
Hlín Eiríks: Miklu þægilegra en við bjuggumst við
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir tók í dag á móti toppliði Vals í Pepsi-Max deild kvenna. Þar unnu Valsstelpur stórsigur og styrktu þar með stöðu sína á toppnum. Hlín Eiríks var að vonum sátt með sigurinn:

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Valur

"Þetta var miklu þægilegra en við bjuggumst við. Ég hélt þær væru sterkari og þær voru miklu sterkari í fyrri leiknum en við komum bara inn sterkar og skoruðum snemma sem hjálpaði okkur. En þetta var bara frekar þægilegt ég verð að viðurkenna það."
 
"Þetta var bara mjög solid og við byggjum ofan á þetta. Mér fannst við halda boltanum vel og vera þolinmóðar. Við sækjum oft á svona fyrirgjafir út í teig en það var lokað í dag og þá bara fengum við háa bolta inn sem Mist skallaði. Við unnum á því sem þær voru veikar í."

Í næstu umferð fer fram "úrslitaleikur" deildarinnar þar sem Valur tekur á móti Blikum. Fyrri leikur liðanna endaði með 4-0 sigri Blika. Hvernig leggst sá leikur í Valsliðið?

"Það leggst bara mjög vel í okkur. Gaman að ná að vinna alla leikina fram að þessum leik og þá fáum við svona úrslitaleik, en eigum að sjálfsögðu eftir tvo leiki eftir það. En við fáum samt spennandi toppslag og ætlum að standa okkur betur en síðast á móti þeim."

Athugasemdir
banner