Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
banner
   þri 27. febrúar 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Icelandair
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Gunnhildur og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá landsliðsæfingu.
Frá landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur verið geggjað. Það er frábært starfsfólk hérna og leikmennirnir hafa tekið ótrúlega vel á móti mér. Það hefur hjálpað að koma inn í starfsteymið. Ég er ótrúlega ánægð," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari kvennalandsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net.

Gunnhildur Yrsa tók nýverið við starfi styrktarþjálfara og er núna í sínu fyrsta verkefni í því starfi með kvennalandsliðinu.

Gunnhildi Yrsu þarf vart að kynna fyrir íslensku fótboltaáhugafólki en hún var lykilleikmaður í landsliðinu um langt skeið. Hún spilaði 102 landsleiki og skoraði 14 mörk áður en hún lagði landsliðsskóna á hilluna í fyrra. Núna er hún í hópnum í nýju hlutverki og nýtur hún þess mikið.

„Ég hef margt að læra. Ég hef líka mikla orku og vil nýta hana til að hjálpa liðinu," segir Gunnhildur. „Það er draumurinn minn að vera þjálfari og styrktarþjálfari. Þetta starf kom til boða og ég gat ekki annað sagt en bara já."

„Ég hef ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár núna. Ég hef menntað mig á ferlinum með það og er núna að taka 'UEFA B - fitness' í Skotlandi. Þetta eru spennandi tímar og hver veit hvað gerist í framhaldinu."

Tók þetta í mínar hendur
En hvernig byrjar ástríðan fyrir styrktarþjálfun?

„Ég lenti þrisvar í krossbandsslitum og svo áttaði ég mig á því hversu miklu það munar að æfa rétt og allt svoleiðis. Hægt og rólega fattaði ég að þetta var mín ástríða. Ég þjálfaði svolítið mig sjálfa. Það voru kannski komnir styrktarþjálfarar í kvennaboltann fyrir tíu árum og ég tók þetta í mínar hendur. Ég er kannski ekki besta fótboltakonan en ég komst langt út af því hvernig ég æfði. Ég fattaði að ég gæti haft áhrif. Ímyndaðu þér ef þú ert góð í fótbolta og hefur þetta líka. Þetta kom eiginlega þannig. Ég missti ekki af leik í átta ár því ég var að æfa rétt," segir Gunnhildur.

Það er augljóst að fyrrum landsliðskonan hefur mikla ástríðu fyrir þessu starfi og kemur hún inn með mikla orku í það.

„Ég held reyndar að Steini sé orðinn pirraður á mér því ég er alltaf að fara yfir tímann minn. Maður hefur svo gaman að þessu. Ég er enn að læra inn á þetta. Steini hefur verið frábær og allt teymið. Það hjálpar ótrúlega mikið þegar ég er að koma mér inn í þetta," segir hún.

Þessar stelpur eru frábærar
Það er stutt síðan Gunnhildur hafði kvatt hópinn og hún segir það gott að vera komin aftur.

„Þessar stelpur eru frábærar og það er ótrúlega gaman að vera í kringum þær. Ég var stutt frá en ég saknaði þeirra mikið."

Hún vonast til að sjá fleiri konur taka skrefið í þjálfun. „Ég vona og hvet fleiri konur til að koma í þjálfun. Mitt markmið er að reyna að halda mér í þjálfun eins lengi og ég get. Maður veit aldrei hvað gerist í lífinu en ég er ótrúlega ánægð núna," segir Gunnhildur en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.

Ísland mætir Serbíu í dag klukkan 14:30 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner