Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   mán 27. maí 2019 22:13
Ingimar Bjarni Sverrisson
Kjartan Stefánson: Við vorum klaufar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Ég var mjög ósattur við þennan leik, af okkar hálfu. Það voru alltof margir leikmenn bara ekki inn í leiknum, fannst þetta svolítill jafnteflis leikur,“ sagði Kjartan Stefánson þjálfari Fylkis eftir 1-2 tap gegn HK/Víking í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 HK/Víkingur

Á þrettándu mínútu fór hafsentinn Chloe Froment af velli, að því virtist illa meidd: „Það hefur heilmikil áhrif á gang leiksins. Þær tóku þetta svolítið inn á sig, voru alltof mikið að spyrja og voru inn í þessu broti. En ég vona að þetta sé ekki alvarleg, veit ekkert um það.“ Hann hélt áfram og sagði: „Þetta hefur vissulega áhrifa á okkur, við ætluðum að fá Chloé til að styrkja vörnina.“

Aðspurður um gult spjald sem bekkur Fylkis fékk undir lok leiksins sagði hann: „Það er verið að tuða. Það er svolítið verið að brjóta á Marjiu Radojicic. Það er verið að sparka hana hægri vinstri niður. Við erum meðvituð um það, það er búið að brjóta mest á þessum leikmanni í deildinni.“
Athugasemdir
banner
banner