„Ég var mjög ósattur við þennan leik, af okkar hálfu. Það voru alltof margir leikmenn bara ekki inn í leiknum, fannst þetta svolítill jafnteflis leikur,“ sagði Kjartan Stefánson þjálfari Fylkis eftir 1-2 tap gegn HK/Víking í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 HK/Víkingur
Á þrettándu mínútu fór hafsentinn Chloe Froment af velli, að því virtist illa meidd: „Það hefur heilmikil áhrif á gang leiksins. Þær tóku þetta svolítið inn á sig, voru alltof mikið að spyrja og voru inn í þessu broti. En ég vona að þetta sé ekki alvarleg, veit ekkert um það.“ Hann hélt áfram og sagði: „Þetta hefur vissulega áhrifa á okkur, við ætluðum að fá Chloé til að styrkja vörnina.“
Aðspurður um gult spjald sem bekkur Fylkis fékk undir lok leiksins sagði hann: „Það er verið að tuða. Það er svolítið verið að brjóta á Marjiu Radojicic. Það er verið að sparka hana hægri vinstri niður. Við erum meðvituð um það, það er búið að brjóta mest á þessum leikmanni í deildinni.“
Athugasemdir























