Gunnar Guðmundsson þjálfari Selfyssinga var sáttur með 3-1 sigur sinna manna í kvöld.
Já ég mundi segja að þetta hafi verið sannfærandi, bara dáltið svekktur að hafa ekki náð að skora fleiri mörk og leiðinlegt að fá þetta mark á sig í lokin. Sex eða sjö núll hefði verið sanngjarnt.
Já rauða spjaldið breytir auðvita leiknum en það sem breytir líka leiknum er að við skorum fljótlega eftir það en svona er fótboltinn, þú þarft að nýta þér að vera manni fleiri og við gerðum það. Við verðum að treysta dómarunum fyrir atvikinum ég sé það bara ekki.
Selfyssingar skoruðu annað mark sitt eftir að einn þeirra tók boltann með hönd í vítateig KV en ekkert var dæmt, Gunnar var ekkert mikið að tjá sig um það.
Ég á bara erfitt með að tjá mig um hlutina og maður sér þetta ekki, það eru fullt af vafasömum dómum í þessum leik og maður verður að treysta því að þeir sjái þetta en heilt yfir vorum við betra liðið í leiknum og áttum sigurinn fyllilega skilið.
Að sjálfsögðu er ég sáttur að við séum að taka stig en vissulega vildil ég vera með þremur stigum meira og þá værum við í þokkalegri stöðu sagði Gunnar að lokum.
Athugasemdir