Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   sun 27. júlí 2014 21:28
Jóhann Ingi Hafþórsson
Bjarni Guðjónsson: Þurfum að stíga fast til jarðar
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson var eins og gefur að skilja ekki ánægður með að tapa 3-0 gegn Víkingum í dag en sá þó ljósa punkta í frammistöðu sinna manna.

,,Þeir eru með hörkugóða leikmenn, Aron er rosalega flinkur í því að finna sér svæði á milli varnar og miðju. Það er ekki hægt að loka alveg á allt en þeir leysa það mjög vel."

,,Mér fannst fyrri hálfleikurinn okkar spilast nokkuð vel, við fáum þrjú fín færi. Þeirra færi voru meira í skotum fyrir utan teig."

,,Við nýtum ekki færin okkar og byrjum seinni hálfleikinn aldrei af miklum krafti og fáum á okkur þrjú klaufaleg mörk."

Bjarni segir að sjálfstraustið sé ekki mikið enda er liðið á botninum.

,,Sjálfstraustið í liðinu er ekki mikið, við erum í neðsta sæti og þá fylgir það að það er ekki mikið sjálfstraust. En við erum að vinna í því markvisst að telja mönnum trú."

,,Við viljum taka sjálfstraust úr fyrri hálfleiknum, við opnuðum Víkingana nokkrum sinnum."

Þrátt fyrir afar dapurt gengi upp á síðkastið er Bjarni ekki af baki dottinn og hefur trú á sínum mönnum.

,,Já, ég hef mikla trú á því, það sýnir sig í fyrri hálfleik að það eru fullt af gæðum. Við þurfum að stíga fastar til jarðar og koma inn í seinni hálfleikinn af sama krafti og við komum inn í þann fyrri."

Jóhannes Karl Guðjónsson, spilaði í vinstri bakverðinum en hann er þekktur fyrir að spila á miðjunni, Bjarni var sáttur við hans framlag í leiknum.

,,Ég var mjög ánægður með hann, mikið af spilinu í fyrri hálfleiknum fór í gegnum hann. Hann er sterkur varnarlega, ég var tiltölega sáttur við hans frammistöðu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner