Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   sun 27. júlí 2014 21:28
Jóhann Ingi Hafþórsson
Bjarni Guðjónsson: Þurfum að stíga fast til jarðar
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson var eins og gefur að skilja ekki ánægður með að tapa 3-0 gegn Víkingum í dag en sá þó ljósa punkta í frammistöðu sinna manna.

,,Þeir eru með hörkugóða leikmenn, Aron er rosalega flinkur í því að finna sér svæði á milli varnar og miðju. Það er ekki hægt að loka alveg á allt en þeir leysa það mjög vel."

,,Mér fannst fyrri hálfleikurinn okkar spilast nokkuð vel, við fáum þrjú fín færi. Þeirra færi voru meira í skotum fyrir utan teig."

,,Við nýtum ekki færin okkar og byrjum seinni hálfleikinn aldrei af miklum krafti og fáum á okkur þrjú klaufaleg mörk."

Bjarni segir að sjálfstraustið sé ekki mikið enda er liðið á botninum.

,,Sjálfstraustið í liðinu er ekki mikið, við erum í neðsta sæti og þá fylgir það að það er ekki mikið sjálfstraust. En við erum að vinna í því markvisst að telja mönnum trú."

,,Við viljum taka sjálfstraust úr fyrri hálfleiknum, við opnuðum Víkingana nokkrum sinnum."

Þrátt fyrir afar dapurt gengi upp á síðkastið er Bjarni ekki af baki dottinn og hefur trú á sínum mönnum.

,,Já, ég hef mikla trú á því, það sýnir sig í fyrri hálfleik að það eru fullt af gæðum. Við þurfum að stíga fastar til jarðar og koma inn í seinni hálfleikinn af sama krafti og við komum inn í þann fyrri."

Jóhannes Karl Guðjónsson, spilaði í vinstri bakverðinum en hann er þekktur fyrir að spila á miðjunni, Bjarni var sáttur við hans framlag í leiknum.

,,Ég var mjög ánægður með hann, mikið af spilinu í fyrri hálfleiknum fór í gegnum hann. Hann er sterkur varnarlega, ég var tiltölega sáttur við hans frammistöðu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner