Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 27. ágúst 2022 19:03
Mist Rúnarsdóttir
Elísa: Okkar ár í ár
Elísa lyftir Mjólkurbikarnum í leikslok
Elísa lyftir Mjólkurbikarnum í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er alltaf ótrúlega stolt af því að vera fyrirliði þessa liðs en ég er extra stolt í dag.“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, í samtali við Fótbolta.net eftir að hún varð bikarmeistari með liði sínu Val.

„Það var skrekkur í okkur í fyrri hálfleik og mér fannst við ekki vera að sýna okkar rétta andlit. Í hálfleik ræddum við það að reyna að sækja í okkar gildi og vera við sjálfar og spila okkar fótbolta. Sem mér fannst við gera. Við mættum til leiks í seinni hálfleik og gerðum ótrúlega vel,“ sagði Elísa en Valskonur unnu 2-1 sigur eftir að hafa farið marki undir inn í hálfleikinn.

Það er langt síðan Valur vann síðast en það var tímabilið 2011. Elísa segir leikmenn Vals hafa verið meðvitaðar um það og viljað sækja bikarinn á ný.

„Það var svolítið umræðan í aðdraganda leiksins. Það er langt síðan við lönduðum þessum titli heim á Hlíðarenda. Ég held að það sé okkar ár í ár og við ætlum okkur auðvitað að taka tvennuna,“ sagði Elísa sem ætlar að sjálfsögðu að fagna titlinum vel.

„Maður á að fagna öllum sigrum. Hvort sem þeir eru stórir eða smáir og þessi er svolítið stór. Við ætlum okkur að njóta þess,“ sagði Elísa að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner