Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 27. ágúst 2022 19:03
Mist Rúnarsdóttir
Elísa: Okkar ár í ár
Elísa lyftir Mjólkurbikarnum í leikslok
Elísa lyftir Mjólkurbikarnum í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er alltaf ótrúlega stolt af því að vera fyrirliði þessa liðs en ég er extra stolt í dag.“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, í samtali við Fótbolta.net eftir að hún varð bikarmeistari með liði sínu Val.

„Það var skrekkur í okkur í fyrri hálfleik og mér fannst við ekki vera að sýna okkar rétta andlit. Í hálfleik ræddum við það að reyna að sækja í okkar gildi og vera við sjálfar og spila okkar fótbolta. Sem mér fannst við gera. Við mættum til leiks í seinni hálfleik og gerðum ótrúlega vel,“ sagði Elísa en Valskonur unnu 2-1 sigur eftir að hafa farið marki undir inn í hálfleikinn.

Það er langt síðan Valur vann síðast en það var tímabilið 2011. Elísa segir leikmenn Vals hafa verið meðvitaðar um það og viljað sækja bikarinn á ný.

„Það var svolítið umræðan í aðdraganda leiksins. Það er langt síðan við lönduðum þessum titli heim á Hlíðarenda. Ég held að það sé okkar ár í ár og við ætlum okkur auðvitað að taka tvennuna,“ sagði Elísa sem ætlar að sjálfsögðu að fagna titlinum vel.

„Maður á að fagna öllum sigrum. Hvort sem þeir eru stórir eða smáir og þessi er svolítið stór. Við ætlum okkur að njóta þess,“ sagði Elísa að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir