Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   mið 27. september 2023 14:33
Fótbolti.net
Búist við fjölmenni úr Garðabæ - „Ætla að vera í íslenska þjóðbúningnum“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudagskvöld klukkan 19:15 mætast Víðir í Garði og KFG í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins á Laugardalsvelli. Spennandi verður að sjá hvaða lið verður fyrsti sigurvegarinn í þessari nýju keppni sem er bikarkeppni neðri deilda.

Tryggðu þér miða hérna

Tvíburabræðurnir Björn og Kristján Mássynir þjálfa Garðabæjarliðið en þeir spjölluðu við Arnar Laufdal fréttamann Fótbolta.net á Laugardalsvellinum í dag.

Þeir tala um að þessi nýja keppni verði væntanlega enn meira keppikefli fyrir félög í neðri deildum þegar þau sjá hversu glæsileg umgjörðin er.

„Það er alvöru gulrót fyrir liðin í neðri deildunum að geta keppt um alvöru bikar."

Víðismenn spila á náttúrulegu grasi en heimavöllur KFG er gervigras. Gefur það Víði forskot fyrir leikinn á föstudag?

„Þetta gras er nú það gott, við höfum spilað grasleiki á misjöfnum völlum í sumar. Þetta gæti verið eitthvað forskot fyrir þá en ég held að það muni ekki skipta neinu máli því þetta er svo flottur völlur hvort sem er."

Það má búast við góðri mætingu úr Garðabænum en nánast allir leikmenn KFG koma upp úr yngri flokka starfi Stjörnunnar.

„Við munum spila á okkar sterkasta liði. Okkar lið má eiga það að þetta eru 95% uppaldir Stjörnumenn og eru sigurvegarar. Þeir eiga langflestir titla í yngri flokkum á ferilskrá sinni."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en beðist er velvirðingar á hljóðtruflunum sem koma af og til.

   27.09.2023 10:30
Rútuferð og upphitun á Ölveri hjá Víðismönnum - KFG á Dúllubarnum

Athugasemdir