Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
banner
   mið 27. september 2023 14:33
Fótbolti.net
Búist við fjölmenni úr Garðabæ - „Ætla að vera í íslenska þjóðbúningnum“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudagskvöld klukkan 19:15 mætast Víðir í Garði og KFG í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins á Laugardalsvelli. Spennandi verður að sjá hvaða lið verður fyrsti sigurvegarinn í þessari nýju keppni sem er bikarkeppni neðri deilda.

Tryggðu þér miða hérna

Tvíburabræðurnir Björn og Kristján Mássynir þjálfa Garðabæjarliðið en þeir spjölluðu við Arnar Laufdal fréttamann Fótbolta.net á Laugardalsvellinum í dag.

Þeir tala um að þessi nýja keppni verði væntanlega enn meira keppikefli fyrir félög í neðri deildum þegar þau sjá hversu glæsileg umgjörðin er.

„Það er alvöru gulrót fyrir liðin í neðri deildunum að geta keppt um alvöru bikar."

Víðismenn spila á náttúrulegu grasi en heimavöllur KFG er gervigras. Gefur það Víði forskot fyrir leikinn á föstudag?

„Þetta gras er nú það gott, við höfum spilað grasleiki á misjöfnum völlum í sumar. Þetta gæti verið eitthvað forskot fyrir þá en ég held að það muni ekki skipta neinu máli því þetta er svo flottur völlur hvort sem er."

Það má búast við góðri mætingu úr Garðabænum en nánast allir leikmenn KFG koma upp úr yngri flokka starfi Stjörnunnar.

„Við munum spila á okkar sterkasta liði. Okkar lið má eiga það að þetta eru 95% uppaldir Stjörnumenn og eru sigurvegarar. Þeir eiga langflestir titla í yngri flokkum á ferilskrá sinni."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en beðist er velvirðingar á hljóðtruflunum sem koma af og til.

   27.09.2023 10:30
Rútuferð og upphitun á Ölveri hjá Víðismönnum - KFG á Dúllubarnum

Athugasemdir
banner
banner
banner