Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
   fös 28. júlí 2023 12:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Arnar gæti ekki verið ánægðari - „Þá erum við tilbúnir að stökkva á það líka"
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir er búinn að endursemja við Víking.
Birnir er búinn að endursemja við Víking.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur fagnar marki í sumar.
Víkingur fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar er ánægður með fréttir dagsins.
Arnar er ánægður með fréttir dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir hefur verið frábær í sumar.
Birnir hefur verið frábær í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður að hann hafi valið okkur sem áframhaldandi kost næstu tvö árin að minnsta kosti," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Fótbolta.net í kjölfarið á fréttum dagsins; Birnir Snær Ingason er búinn að framlengja við Víking til 2025.

„Hann er búinn að vera einn af okkar bestu mönnum og þar af leiðandi einn af betri leikmönnum deildarinnar í sumar. Ég er hrikalega ánægður með þetta."

Það hefur verið fjallað um mikinn áhuga á Birni undanfarið. Var Arnar farinn að óttast það að missa hann?

„Já og nei. Maður þóttist vita að hann vildi vera áfram hjá okkur. Ég skil það mjög vel að allir leikmenn skoði sig um á svona stigum ferilsins. Það kom mér ekki á óvart að bestu lið landsins vildu fá hann í sínar raðir. Á endanum valdi hann okkur og ég gæti ekki verið ánægðari. Þú vilt halda svipuðum hóp. Til að halda áfram á þessari vegferð er betra að halda svipuðum hóp ár eftir ár."

Það voru sögur þess efnis að Breiðablik hefði sett sig í samband við Víkinga um að fá hann í sínar raðir. Blikar eru í mikill samkeppni við Víkinga. Var það að valda sérstökum áhyggjum?

„Já, það er erfitt að ljúga því. Þeir eru okkar samkeppnisaðilar. Ég myndi gera það nákvæmlega sama í þeirra sporum. Ef einhver af þeirra bestu leikmönnum væri að renna út á samningi þá erum við tilbúnir að stökkva á það líka. Það er aldrei neitt persónulegt í þessum bransa. Öll lið eru að reyna að bæta sig og ef einhver góður biti er á markaðnum þá reyna allir einhverja söluræðu gagnvart honum. Þannig mun þetta alltaf vera. Það eru engin illindi en á endanum valdi hann okkur."

Var sett enn meira púður í það að klára nýjan samning þegar það fréttist af áhuga frá öðrum félögum?

„Við vorum að leggja mikla áherslu á það að hann myndi semja en stundum ná aðilar bara ekki saman. Auðvitað er hann í frábærri samningsstöðu, það segir sig sjálft. Ég hef verið í hans stöðu þar sem þú ert að verða einn af aðalmönnunum í liðinu og þú ert að renna út á samningi og önnur lið vilja fá þig. Þá, hvort sem þú ert fótboltamaður eða smiður þá ertu eftirsótt vara og þú hefur völdin. Hann var í góðri stöðu og þess vegna er ég mjög ánægður að hann hafi valið okkur. Ég lít á það sem persónulegt hrós, bæði fyrir mig og félagið, að hann hafi tekið rétta ákvörðun," sagði Arnar.

Þetta var mjög áhugavert
Tomislav Stipic, þjálfari Riga, lét ansi áhugaverð ummæli falla um Birni eftir Evrópuleik gegn Víkingum á dögunum. „Ég vona að Birnir muni ekki framlengja samninginn sinn, held hann eigi bara 4-5 mánuði eftir. Hann er áhugaverður leikmaður," sagði Stipic.

Arnar var spurður út í þessi ummæli. „Það er alltaf erfitt að tala eftir leiki þegar þú færð spurningar og þú vilt vera heiðarlegur og vingjarnlegur, en stundum segir þú of mikið og ég fell oft í þá gildru sjálfur."

„Þegar þú ferð í önnur lönd er stundum líka öðruvísi hugarfar og menn eru kannski vanir því að tala um leikmenn annara félaga. Það þarf ekki að fara lengra en til Spánar og hvernig Real Madrid er að haga sínum málum þegar þeir vilja leikmenn. Það lekur alltaf í blöðin. Þetta eru mismunandi aðferðir. Ef þú ert að pæla of mikið í þessu þá verðurðu geðveikur held ég. Þetta var mjög áhugavert en ég mun ekki reyna þessa taktík í framtíðinni held ég," sagði Arnar.

Það var talað um það í Þungavigtinni í gær að í samningi Birnis sé ákvæði um að hann geti farið erlendis fyrir sanngjarnt verð.

„Ég vona hans vegna að hann muni fá tækifæri að fara erlendis. Ef það gerist í vetur þá erum við kannski að gefa honum smá meiri hausverk ef við getum boðið honum Meistaradeildarfótbolta, að verja titla, reyna að vera lið sem kemst í Evrópu og svo framvegis á móti því að fara bara út til að fara, þó ég skilji það vel að það sé draumur allra leikmanni. Vonandi erum við að gefa honum smá hausverk ef tækifæri býðst til í vetur," segir Arnar.

Sendir sterk skilaboð
Arnar segir að þessi nýi samningur séu sterk skilaboð fyrir Víkinga.

„Þetta sendir rosalega sterk skilaboð. Maður hafði ekki hugsað þá hugsun til enda ef hann hefði skrifað undir hjá okkar samkeppnisaðilum þegar það er svona mikið eftir af mótinu og mikið eftir af stórum leikjum. Það hefði verið mjög skrítið og sett okkur í klemmu. Ekki það að ég hefði efast það um að hann myndi leggja sig allan fram í þá leiki sem eftir eru, en það hefði verið mjög skrítið eitthvað og ekki gefið réttan tón fyrir lokabaráttuna."

„Að semja við hann núna og vera nýbúnir að klára málin með Aron Elís, þetta eru sterk skilaboð fyrir það sem við ætlum okkur á þessum lokakafla. Stuðningsmenn félagsins geta verið ánægðir og fullvissir um að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að ná þessum tveimur titlum," sagði Arnar og bætti svo við:

„Ég er gríðarlega spenntur. Við getum sett okkur svo mikið á spjöld sögunnar. Síðan við byrjuðum þetta verkefni árið 2019 höfum við barist um níu titla. Ef við vinnum báða núna erum við með sex af þessum níu titlum. Þá erum við komin ansi langt með að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar. Þetta eru stór orð en titlasöfnunin segir það. Þetta er svakaleg gulrót fyrir leikmenn, mig og félagið. Við munum gera allt til að ná þessum markmiðum. Það verður drulluerfitt en fréttir eins og í dag gefa manni auka hvatningu til þess að þetta muni takast."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner