Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
   fös 28. júlí 2023 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Birnir talaði ekki við önnur félög á Íslandi - „Stór ákvörðun fyrir mig"
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir fagnar marki í sumar.
Birnir fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er himinlifandi. Það er geggjað að vera búinn að klára þetta, það tók smá tíma en ég er mjög sáttur," segir Birnir Snær Ingason í samtali við Fótbolta.net.

Í dag var það tilkynnt að hann væri búinn að endursemja við Víkinga til ársins 2025.

Birnir Snær gekk til liðs við Víking frá HK árið 2021. Hann hefur blómstrað undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar í sumar og hefur verið einn af betri leikmönnum Bestu deildarinnar.

„Þetta var stór ákvörðun fyrir mig. Ég er að fara að skrifa undir fyrir kannski stærstu árin mín í fótboltanum. Ég var samt alltaf skýr með það að ég vildi vera áfram í Víkingi ef ég væri áfram á Íslandi. Ég er mjög sáttur," segir Birnir.

Það hefur verið fjallað um mikinn áhuga á Birni undanfarið. Það voru sögur þess efnis að Breiðablik hefði sett sig í samband við Víkinga um að fá hann í sínar raðir.

„Ef ég var að fara að skrifa undir á Íslandi þá var það alltaf bara Víkingur. Það er búið að ganga mjög vel. Ég er í rauninni sjálfur ekki búinn að heyra neitt (frá öðrum félögum á Íslandi). Ég sá eitthvað á netinu um daginn en ég vildi alltaf vera áfram í Víkingi," segir Birnir en um áhuga Breiðabliks sagði hann:

„Auðvitað er það flott félag og það gengur vel hjá þeim, en það var auðvelt fyrir mig að framlengja hjá Víkingi. Þegar það gengur svona vel þá kemur ekkert annað til greina."

Þetta er ógeðslega skemmtileg staða
Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar og liðið er í undanúrslitum í Mjólkurbikarnum. Birnir er spenntur fyrir framhaldinu.

„Þetta er geðveikt. Þetta er í fyrsta skipti þar sem ég er í þessari stöðu... það eina sem maður er með eru tvö föll á bakinu. Maður er reyndar kominn með einn bikarmeistaratitil. Þetta er ógeðslega skemmtileg staða," segir Birnir en hann er búinn að vera einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar.

„Ég er mjög sáttur. Það var kominn tími til að kreista allt út. Það er búinn að vera langur aðdragandi að því. Ég er mjög sáttur með það hvernig hefur gengið hjá mér og hjá liðinu. Það er geggjað."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner