West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
   fös 28. júlí 2023 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Birnir talaði ekki við önnur félög á Íslandi - „Stór ákvörðun fyrir mig"
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir fagnar marki í sumar.
Birnir fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er himinlifandi. Það er geggjað að vera búinn að klára þetta, það tók smá tíma en ég er mjög sáttur," segir Birnir Snær Ingason í samtali við Fótbolta.net.

Í dag var það tilkynnt að hann væri búinn að endursemja við Víkinga til ársins 2025.

Birnir Snær gekk til liðs við Víking frá HK árið 2021. Hann hefur blómstrað undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar í sumar og hefur verið einn af betri leikmönnum Bestu deildarinnar.

„Þetta var stór ákvörðun fyrir mig. Ég er að fara að skrifa undir fyrir kannski stærstu árin mín í fótboltanum. Ég var samt alltaf skýr með það að ég vildi vera áfram í Víkingi ef ég væri áfram á Íslandi. Ég er mjög sáttur," segir Birnir.

Það hefur verið fjallað um mikinn áhuga á Birni undanfarið. Það voru sögur þess efnis að Breiðablik hefði sett sig í samband við Víkinga um að fá hann í sínar raðir.

„Ef ég var að fara að skrifa undir á Íslandi þá var það alltaf bara Víkingur. Það er búið að ganga mjög vel. Ég er í rauninni sjálfur ekki búinn að heyra neitt (frá öðrum félögum á Íslandi). Ég sá eitthvað á netinu um daginn en ég vildi alltaf vera áfram í Víkingi," segir Birnir en um áhuga Breiðabliks sagði hann:

„Auðvitað er það flott félag og það gengur vel hjá þeim, en það var auðvelt fyrir mig að framlengja hjá Víkingi. Þegar það gengur svona vel þá kemur ekkert annað til greina."

Þetta er ógeðslega skemmtileg staða
Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar og liðið er í undanúrslitum í Mjólkurbikarnum. Birnir er spenntur fyrir framhaldinu.

„Þetta er geðveikt. Þetta er í fyrsta skipti þar sem ég er í þessari stöðu... það eina sem maður er með eru tvö föll á bakinu. Maður er reyndar kominn með einn bikarmeistaratitil. Þetta er ógeðslega skemmtileg staða," segir Birnir en hann er búinn að vera einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar.

„Ég er mjög sáttur. Það var kominn tími til að kreista allt út. Það er búinn að vera langur aðdragandi að því. Ég er mjög sáttur með það hvernig hefur gengið hjá mér og hjá liðinu. Það er geggjað."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir