Cunha og Osimhen orðaðir við Man Utd - Inter Miami vill De Bruyne - Fjölgar í kapphlaupinu um Delap
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
   fös 28. júlí 2023 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Birnir talaði ekki við önnur félög á Íslandi - „Stór ákvörðun fyrir mig"
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir fagnar marki í sumar.
Birnir fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er himinlifandi. Það er geggjað að vera búinn að klára þetta, það tók smá tíma en ég er mjög sáttur," segir Birnir Snær Ingason í samtali við Fótbolta.net.

Í dag var það tilkynnt að hann væri búinn að endursemja við Víkinga til ársins 2025.

Birnir Snær gekk til liðs við Víking frá HK árið 2021. Hann hefur blómstrað undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar í sumar og hefur verið einn af betri leikmönnum Bestu deildarinnar.

„Þetta var stór ákvörðun fyrir mig. Ég er að fara að skrifa undir fyrir kannski stærstu árin mín í fótboltanum. Ég var samt alltaf skýr með það að ég vildi vera áfram í Víkingi ef ég væri áfram á Íslandi. Ég er mjög sáttur," segir Birnir.

Það hefur verið fjallað um mikinn áhuga á Birni undanfarið. Það voru sögur þess efnis að Breiðablik hefði sett sig í samband við Víkinga um að fá hann í sínar raðir.

„Ef ég var að fara að skrifa undir á Íslandi þá var það alltaf bara Víkingur. Það er búið að ganga mjög vel. Ég er í rauninni sjálfur ekki búinn að heyra neitt (frá öðrum félögum á Íslandi). Ég sá eitthvað á netinu um daginn en ég vildi alltaf vera áfram í Víkingi," segir Birnir en um áhuga Breiðabliks sagði hann:

„Auðvitað er það flott félag og það gengur vel hjá þeim, en það var auðvelt fyrir mig að framlengja hjá Víkingi. Þegar það gengur svona vel þá kemur ekkert annað til greina."

Þetta er ógeðslega skemmtileg staða
Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar og liðið er í undanúrslitum í Mjólkurbikarnum. Birnir er spenntur fyrir framhaldinu.

„Þetta er geðveikt. Þetta er í fyrsta skipti þar sem ég er í þessari stöðu... það eina sem maður er með eru tvö föll á bakinu. Maður er reyndar kominn með einn bikarmeistaratitil. Þetta er ógeðslega skemmtileg staða," segir Birnir en hann er búinn að vera einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar.

„Ég er mjög sáttur. Það var kominn tími til að kreista allt út. Það er búinn að vera langur aðdragandi að því. Ég er mjög sáttur með það hvernig hefur gengið hjá mér og hjá liðinu. Það er geggjað."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner