Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   fös 28. júlí 2023 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Birnir talaði ekki við önnur félög á Íslandi - „Stór ákvörðun fyrir mig"
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir fagnar marki í sumar.
Birnir fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er himinlifandi. Það er geggjað að vera búinn að klára þetta, það tók smá tíma en ég er mjög sáttur," segir Birnir Snær Ingason í samtali við Fótbolta.net.

Í dag var það tilkynnt að hann væri búinn að endursemja við Víkinga til ársins 2025.

Birnir Snær gekk til liðs við Víking frá HK árið 2021. Hann hefur blómstrað undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar í sumar og hefur verið einn af betri leikmönnum Bestu deildarinnar.

„Þetta var stór ákvörðun fyrir mig. Ég er að fara að skrifa undir fyrir kannski stærstu árin mín í fótboltanum. Ég var samt alltaf skýr með það að ég vildi vera áfram í Víkingi ef ég væri áfram á Íslandi. Ég er mjög sáttur," segir Birnir.

Það hefur verið fjallað um mikinn áhuga á Birni undanfarið. Það voru sögur þess efnis að Breiðablik hefði sett sig í samband við Víkinga um að fá hann í sínar raðir.

„Ef ég var að fara að skrifa undir á Íslandi þá var það alltaf bara Víkingur. Það er búið að ganga mjög vel. Ég er í rauninni sjálfur ekki búinn að heyra neitt (frá öðrum félögum á Íslandi). Ég sá eitthvað á netinu um daginn en ég vildi alltaf vera áfram í Víkingi," segir Birnir en um áhuga Breiðabliks sagði hann:

„Auðvitað er það flott félag og það gengur vel hjá þeim, en það var auðvelt fyrir mig að framlengja hjá Víkingi. Þegar það gengur svona vel þá kemur ekkert annað til greina."

Þetta er ógeðslega skemmtileg staða
Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar og liðið er í undanúrslitum í Mjólkurbikarnum. Birnir er spenntur fyrir framhaldinu.

„Þetta er geðveikt. Þetta er í fyrsta skipti þar sem ég er í þessari stöðu... það eina sem maður er með eru tvö föll á bakinu. Maður er reyndar kominn með einn bikarmeistaratitil. Þetta er ógeðslega skemmtileg staða," segir Birnir en hann er búinn að vera einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar.

„Ég er mjög sáttur. Það var kominn tími til að kreista allt út. Það er búinn að vera langur aðdragandi að því. Ég er mjög sáttur með það hvernig hefur gengið hjá mér og hjá liðinu. Það er geggjað."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner