Betri bragur á Stjörnuliðinu
„Tilfinningin er bara mjög góð; hreint lak og sigur, ég bið ekki um meira," sagði Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir 0-1 útisigur gegn Fylki í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 1 Stjarnan
Leiknum var seinkað um tæplega korter þar sem tölvukerfi KSÍ lá niðri. Leikurinn kláraðist því rétt fyrir 21:30. Hafði seinkunin einhver áhrif á liðið?
„Bara allt í lagi. Við vorum bara rólegar inn í klefa og gerðum smá drillur úti. Mér fannst bara fínt að 'chilla' inn í klefa. Það er orðið svolítið seint fyrir sumar. Þetta er háttatími fyrir Erin (McLeod) en allt í lagi fyrir okkur," sagði Anna María létt.
Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og það lagði grunninn að sigrinum.
„Við ætluðum að keyra á þær. Við fengum fullt af færum og hefðum getað sett fleiri. Í lok fyrri hálfleiks og í upphafi seinni keyrðu þær svolítið á okkur, en annars vorum við með nokkuð góða stjórn og vorum bara með þetta."
Það er kominn betri bragur á Stjörnuliðið og sérstaklega varnarleikinn, en í viðtalinu hér að ofan ræðir Anna María frekar um það.
Athugasemdir