Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   þri 30. júlí 2024 23:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkisvellinum
Anna María: Háttatími fyrir Erin en allt í lagi fyrir okkur
Betri bragur á Stjörnuliðinu
Kvenaboltinn
Anna María Baldursdóttir.
Anna María Baldursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er bara mjög góð; hreint lak og sigur, ég bið ekki um meira," sagði Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir 0-1 útisigur gegn Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

Leiknum var seinkað um tæplega korter þar sem tölvukerfi KSÍ lá niðri. Leikurinn kláraðist því rétt fyrir 21:30. Hafði seinkunin einhver áhrif á liðið?

„Bara allt í lagi. Við vorum bara rólegar inn í klefa og gerðum smá drillur úti. Mér fannst bara fínt að 'chilla' inn í klefa. Það er orðið svolítið seint fyrir sumar. Þetta er háttatími fyrir Erin (McLeod) en allt í lagi fyrir okkur," sagði Anna María létt.

Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og það lagði grunninn að sigrinum.

„Við ætluðum að keyra á þær. Við fengum fullt af færum og hefðum getað sett fleiri. Í lok fyrri hálfleiks og í upphafi seinni keyrðu þær svolítið á okkur, en annars vorum við með nokkuð góða stjórn og vorum bara með þetta."

Það er kominn betri bragur á Stjörnuliðið og sérstaklega varnarleikinn, en í viðtalinu hér að ofan ræðir Anna María frekar um það.
Athugasemdir
banner
banner