Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 30. júlí 2024 23:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkisvellinum
Anna María: Háttatími fyrir Erin en allt í lagi fyrir okkur
Betri bragur á Stjörnuliðinu
Kvenaboltinn
Anna María Baldursdóttir.
Anna María Baldursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er bara mjög góð; hreint lak og sigur, ég bið ekki um meira," sagði Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir 0-1 útisigur gegn Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

Leiknum var seinkað um tæplega korter þar sem tölvukerfi KSÍ lá niðri. Leikurinn kláraðist því rétt fyrir 21:30. Hafði seinkunin einhver áhrif á liðið?

„Bara allt í lagi. Við vorum bara rólegar inn í klefa og gerðum smá drillur úti. Mér fannst bara fínt að 'chilla' inn í klefa. Það er orðið svolítið seint fyrir sumar. Þetta er háttatími fyrir Erin (McLeod) en allt í lagi fyrir okkur," sagði Anna María létt.

Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og það lagði grunninn að sigrinum.

„Við ætluðum að keyra á þær. Við fengum fullt af færum og hefðum getað sett fleiri. Í lok fyrri hálfleiks og í upphafi seinni keyrðu þær svolítið á okkur, en annars vorum við með nokkuð góða stjórn og vorum bara með þetta."

Það er kominn betri bragur á Stjörnuliðið og sérstaklega varnarleikinn, en í viðtalinu hér að ofan ræðir Anna María frekar um það.
Athugasemdir