Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
   fös 31. maí 2019 14:29
Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren: Vel Kolbein ekki bara útaf sögunni
Icelandair
Erik Hamren tilkynnti leikmannahópinn í dag. Hann svarar í viðtalinu út í valið á Kolbeini Sigþórssyni og afhverju Hannes er ekki sjálfgefinn aðalmarkvörður að þessu sinni.
Erik Hamren tilkynnti leikmannahópinn í dag. Hann svarar í viðtalinu út í valið á Kolbeini Sigþórssyni og afhverju Hannes er ekki sjálfgefinn aðalmarkvörður að þessu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson í landsliðsverkefni í haust.
Kolbeinn Sigþórsson í landsliðsverkefni í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er Hannes að missa sæti sitt í landsliðinu?
Er Hannes að missa sæti sitt í landsliðinu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Alfreð og Björn Bergmann eru þeir einu sem eru meiddir en að öðru leiti þurfti ég að taka erfiðar ákvarðanir því það eru leikmenn að standa sig vel með félagsliðum sínum," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands við Fótbolta.net eftir fréttamannafund þar sem hann tilkynnti 25 leikmenn sem mæta Albaníu og Tyrklandi í júní.

Hamren valdi 25 manna hóp að þessu sinni en 23 eru á skýrslu. „Það er smá spurningamerki með suma leikmenn en ef þú myndir bera þetta saman við Albaníu og Tyrki þá völdu þeir 32 leikmenn svo hópurinn er lítill miðað við þá."

Kolbeinn í mikið betra formi en í nóvember
Á fréttamannafundinum í dag sagðist Erik að fyrra bragði gera sér grein fyrir því að þurfa að svara spurningum um val sitt á Kolbeini Sigþórssyni. Kolbeinn hefur lítið sem ekkert spilað fótbolta í tvö og hálft ár og hefur verið frá vegna meiðsla að undanförnu eftir að hafa gengið til liðs við AIK í Svíþjóð.

„Já auðvitað, hann hefur verið frá keppni lengi og ég vonaðist til að hann væri búinn að spila fleiri mínútur. Það var planið en hann leit mjög vel út þegar ég heimsótti hann á æfingu með AIK. Þeir voru mjög heillaðir af honum en núna er hann klár í slaginn og við sjáum hvort hann verði í hópnum hjá þeim á sunnudaginn. Ég vil fá að sjá hann í næstu viku, hvernig hann er. Maður verður að taka áhættu í lífinu og fótbolta líka. Annars væri þetta leiðinlegt," sagði Hamren.

En ertu ekki að velja leikmanninn af sögunni einni saman því hann hefur ekki spilað leik í tvö og hálft ár?

„Nei, ekki bara af sögunni bara. Auðvitað verður að virða það sem svona leikmaður hefur gert áður en ég valdi hann í haust líka og í vináttuleiknum gegn Frökkum úti kom hann inná og spilaði 30 mínúturn og gerði það mjög vel. Þá vorum við að spila á móti heimsmeisturunum og ég get lofað ykkur að hann er í mikið betra formi núna en þá. Hann er með eitthvað extra og það vita allir. Svo sjáum við hvernig hann lítur út í næstu viku. Ég hef verið í nánu sambandi við þjálfara AIK því ég þekki hann vel, hann var leikmaður hjá mér einu sinni. Ef hann er meiðslafrír og í formi þá held ég að hann verði mjög góður í næstu viku."

Þau verða að virða að ég vel liðið
Umræðan í þjóðfélaginu er þegar orðin sú að val á leikmanni sem hefur ekki spilað fótbolta þetta lengi sé vanvirðing við aðra leikmenn sem eru að standa sig vel og fá ekki kallið. Hvað segir hann við því?

„Fólk verður að hafa sína skoðun. Ég virði það og skil það vel en þau verða líka að skilja og virða að ég vel liðið. Ég hef trú á að hann sé mjög sterkur. Ég hef auðvitað hugsað út í þetta, leikmenn hafa verið að spila en ekki Kolbeinn. Ég hef fulla trú á að leikmennirnir sem ég valdi núna séu bestir fyrir þetta lið og þessa leiki."

Ekki ákveðið hver byrjar í markinu
Á fréttamannafundinum vildi Hamren ekki gefa það út að Hannes Þór Halldórsson markvörður Vals væri áfram markvörður númer eins og hann gerði síðast þegar hann leikmannahóp.

„Síðast fannst mér ég þurfa að segja þetta. Þá voru Hannes og Rúnar Alex ekki að spila og það var mikið talað um það. Núna er staðan öðruvísi, Hannes er að spila, Rúnar Alex er að spila, Ögmundur hefur verið að spila vel í Grikklandi. Núna verðum við að bíða og sjá. Staðan er opin eins og hjá öðrum leikmönnum. Ég hef ekki lofað neinum byrjunarliðssæti ennþá."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner