Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 31. júlí 2022 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Spáin fyrir enska - 11. sæti - „Þeir eru allir æðislegir"
Bruno Lage, stjóri Wolves
Bruno Lage, stjóri Wolves
Mynd: EPA
Adama Traore er mættur aftur til Wolves frá Barcelona
Adama Traore er mættur aftur til Wolves frá Barcelona
Mynd: Getty Images
Óskar er hrifinn af Chiquinho
Óskar er hrifinn af Chiquinho
Mynd: EPA
Ruben Neves verður mikilvægur á miðsvæðinu
Ruben Neves verður mikilvægur á miðsvæðinu
Mynd: EPA
Conor Coady er fyrirliði Wolves
Conor Coady er fyrirliði Wolves
Mynd: EPA
Nathan Colins kemur í vörnina í stað Romain Saiss sem fór til Besiktas
Nathan Colins kemur í vörnina í stað Romain Saiss sem fór til Besiktas
Mynd: Heimasíða Wolves
Enska úrvalsdeildin, sem er í miklu uppáhaldi hjá flestum fótboltaunnendum á Íslandi, hefst um næstu helgi. Það er tæp vika í fyrsta leik.

Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst í röðinni er það Wolves sem er spáð 11. sæti deildarinnar af okkar fréttafólki.

Um Wolves: Nuno Espirito Santo hætti með Wolves fyrir síðasta tímabil og tók Bruno Lage þá við liðinu. Lage er ekkert með ósvipaðar áherslur og Nuno. Hann vill helst notast við 3-4-3 leikkerfið og er það erfitt fyrir mótherja liðsins að brjóta þá á bak aftur. Wolves hefur verið að rokka á milli 7. og 13. sætis síðustu fimm tímabil og þá hefur jafnvægi haldist þrátt fyrir stjóraskipti.

Eina stóra breyting hjá Wolves er að Romain Saiss yfirgaf félagið og Nathan Collins kom frá Burnley í staðinn. Adama Traore er þá mættur aftur eftir að hafa eytt síðasta tímabili á láni hjá Barcelona.

Komnir:
Adama Traore frá Barcelona - var á láni
Nathan Collins frá Burnley - 20 milljónir punda

Farnir:
Ruben Vinagre til Sporting - 8,5 milljónir punda
Theo Corbeanu til Blackpool - á láni
Fabio Silva til Anderlecht - á láni
John Ruddy til Birmingham - frítt
Mertian Shabani til Grasshopper
Renat Dadashov til Grasshopper - frítt
Dion Sanderson til Birmingham - á láni
Francisco Trincao til Barcelona - var á láni
Ryan Giles til Middlesbrough - á láni
Ki-Jana Hoever til PSV - á láni
Romain Saiss til Besiktas - frítt
Marcal til Botafogo - frítt

Lykilmenn: Conor Coady, Ruben Neves, Rayan Ait-Nouri og Adama Traore ættu allir að reynast þeim mikilvægir á næsta tímabili. Þá er Morgan Gibbs-White, sem var á láni hjá Sheffield United í B-deildinni á síðasta ári, kominn aftur. Hann gæti fengið stórt hlutverk og þá verður spennandi að sjá framherjana tvo Hwang Hee-Chan og Raul Jimenez.

Það var högg að missa Romain Saiss en spurning hvernig Nathan Collins mun leysa það. Wolves er annars með ágætis hóp og áhugavert að sjá hvort Bruno Lage mun bæta við nokkrum leikmönnum til viðbótar áður en glugginn lokar.





Við á Fótbolti.net fengum Óskar Þórarinsson, einn harðasta Wolves-stuðningsmann á Íslandi, til þess að svara nokkrum spurningum.

Ég byrjaði að halda með Wolves af því að... Ég byrjaði að halda með á Wolves þegar ég var yngri, langaði að byrja halda með liði sem væri “underdogs”.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Ég var ekki nógu sáttur með það, hefðum átt að vinna leiki sem við ættum að hafa geta gert töluvert betur - mér líst helvíti vel á það og er mjög bjartsýnn!

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila? Ef svo er, hvernig var það? Nei, en ég er búinn að plana að fara á þessu tímabili

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag? Willy Boly

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við? Vil ekki losna við neinn eins og staðan er núna, ég er hinsvegar engin rosalegur aðdáandi af Fabio Silva og Trincao og mun ég ekki sár sakna þeirra

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Toty Gomez, ég var virkilega hrifinn af honum í fyrra og held ég að hann muni blómstra þetta tímabil ef hann fær spiltíma. Einnig er ég líka mjög hrifinn af Chiquinho og Rayan Ait Nouri

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... Gabriel Jesus

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann? Já, hann á eftir að skara fram úr þetta tímabil

Mjög mikið af Portúgölum í liðinu. Virðist vera ákveðin stefna hjá félaginu. Hvað finnst þér um það? Mér finnst það magnað! Þeir eru allir æðislegir.

Í hvaða sæti mun Wolves enda á tímabilinu? 5. sæti




Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig spá fréttafólks Fótbolta.net lítur út.

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11. Wolves, 96 stig
12. Brighton, 94 stig
13. Crystal Palace, 90 stig
14. Everton, 61 stig
15. Southampton, 55 stig
16. Leeds, 53 stig
17. Fulham, 43 stig
18. Brentford, 42 stig
19. Nottingham Forest, 35 stig
20. Bournemouth, 11 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner