Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   þri 31. ágúst 2021 21:41
Victor Pálsson
Jón Þór: Hann átti ekki margar aukaspyrnur inni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, segir að jafntefli hafi veroð sanngjörn niðurstaða í leik gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Vestri

Afturelding var með 2-1 forystu þegar stutt var eftir í leiknum en Vestri jafnaði metin þegar 83 mínútur voru komnar á klukkuna.

„Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Þetta var hraður og skemmtilegur leikur með fullt af færum. Úr því sem komið var þá var þetta sanngjörn niðurstaða," sagði Jón Þór.

„Við vorum klaufar í fyrri hálfleiknum, mér fannst við geta gert betur. Við létum þá spila okkur full auðveldlega í 1-2 og þríhyrninga og við ræddum það vel í hálfleiknum. Það skánaði fannst mér í seinni hálfleik en nánast allan leikinn er þetta opið."

Benedikt V. Waren var tekinn af velli í seinni hálfleik og ræddi Jón Þór aðeins þá ákvörðun og einnig um tímann hingað til hjá Vestra.

„Við höfum lent alltof oft í því að enda leikina manni færri og ég held að Beno hafi ekki átt margar aukaspyrnur inni eftir þessi læti þarna. Hann er skynsamur strákur en okkur fannst að það væri stutt í seinna gula spjaldið."

„Ég er virkilega ánægður með liðið. Við lendum í eins og aðrir að stoppa vegna COVID og það var stopp sem við þurftum ekki á að halda. Það setur strik í reikninginn en líka hjá fleirum í deildinni. Við getum ekki vælt yfir því."
Athugasemdir
banner
banner