Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   þri 31. ágúst 2021 21:41
Victor Pálsson
Jón Þór: Hann átti ekki margar aukaspyrnur inni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, segir að jafntefli hafi veroð sanngjörn niðurstaða í leik gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Vestri

Afturelding var með 2-1 forystu þegar stutt var eftir í leiknum en Vestri jafnaði metin þegar 83 mínútur voru komnar á klukkuna.

„Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt. Þetta var hraður og skemmtilegur leikur með fullt af færum. Úr því sem komið var þá var þetta sanngjörn niðurstaða," sagði Jón Þór.

„Við vorum klaufar í fyrri hálfleiknum, mér fannst við geta gert betur. Við létum þá spila okkur full auðveldlega í 1-2 og þríhyrninga og við ræddum það vel í hálfleiknum. Það skánaði fannst mér í seinni hálfleik en nánast allan leikinn er þetta opið."

Benedikt V. Waren var tekinn af velli í seinni hálfleik og ræddi Jón Þór aðeins þá ákvörðun og einnig um tímann hingað til hjá Vestra.

„Við höfum lent alltof oft í því að enda leikina manni færri og ég held að Beno hafi ekki átt margar aukaspyrnur inni eftir þessi læti þarna. Hann er skynsamur strákur en okkur fannst að það væri stutt í seinna gula spjaldið."

„Ég er virkilega ánægður með liðið. Við lendum í eins og aðrir að stoppa vegna COVID og það var stopp sem við þurftum ekki á að halda. Það setur strik í reikninginn en líka hjá fleirum í deildinni. Við getum ekki vælt yfir því."
Athugasemdir
banner