Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   þri 31. október 2023 22:06
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexandra: Þú labbar ekkert inn í þetta lið
Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins.
Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara ótrúlega svekkjandi, ég myndi bara segja það, já ótrúlega svekkjandi," sagði Alexandra Jóhannsdóttir eftir 2-0 tap gegn Þýskalandi í A-deild Þjóðadeildarinnar á Laugardalsvelli í kvöld.

„Mér fannst erfitt að koma inn í leikinn en ég er með góða liðsfélaga í kringum mig sem hjálpuðu mér að komast inn í þetta," sagði Alexandra en hún kom inn á 72. mínútu í stöðunni 0-1. 

Eftir að hafa varist hættulegu þýsku liði, stöðugum fyrirgjöfum og hornspyrnum frá byrjun leiks var svekkjandi að fá á sig mark úr vítaspyrnu á 64. mínútu leiksins.

„Mér fannst það bara ógeðslega svekkjandi, þær sóttu og áttu einhver færi en mér fannst við líka alveg eiga einhver færi og mættum þeim í öllum návígum og svoleiðis sko. Þannig það var bara ótrúlega svekkjandi að fá á sig þetta víti."


Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Þýskaland

Frammistaðan í kvöld var mun betri en frammistaðan í leiknum ytra þar sem Ísland sá aldrei til sólar og steinlá 4-0. Alexandra var ekki með í því verkefni vegna meiðsla og þurfti að horfa á þann leik í sjónvarpinu.

„Það sást bara allt annað andlit hérna inn á vellinum og bara krafturinn og allt svoleiðis hjá stelpunum. Þetta var bara allt annað lið inn á vellinum í dag."

Alexandra kom inn á sem varamaður í leikjunum tveimur í þessum glugga en eins og áður sagði var hún að snúa til baka í hópinn eftir meiðsli. Hún segist ekki hafa verið ósátt að byrja ekki leikina.

„Nei nei, ég skil það alveg, ég er búin að æfa núna í einhverjar þrjár vikur eftir meiðsli síðan í sumar þannig ég er bara enn að koma inn í þetta. Þú sérð miðjumennina, það er bara erfitt að komast inn í liðið, þú labbar ekkert inn í þetta lið," sagði Alexandra.

Nánar er rætt við Alexöndru í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hún meðal annars stöðuna úti hjá Fiorentina og framhaldið með landsliðinu.


Athugasemdir
banner