„Fjölnir er með flott lið sem er til alls líklegt í 1. deildinni í sumar,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Víkings, eftir að liðið tapaði 1-3 fyrir Fjölni í Lengjubikarnum í kvöld.
Varnarleikur Víkings, sem er nýliði í Pepsi-deildinni í sumar, var alls ekki sannfærandi í kvöld. „Við erum bara að púsla saman liði. Þetta hefur gengið brösuglega, við höfum lent í mikið af meiðslum og veikindum. Þannig er það bara án þess að ég sé að afsaka þetta,“ sagði Leifur.
Hvernig finnst honum heilt yfir standið á hópnum vera á þessum tímapunkti? „Það var betra í fyrra ef ég á að vera heiðarlegur. Við þurfum að fókusera á jákvæða þætti og fjölga þeim í okkar leik,“ sagði Leifur.
Nánar er rætt við Leif í sjónvarpinu hér að ofan.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |























