„Snickers klikkar ekki," segir Kristján Guðmundsson
Guðjón Pétur Lýðsson tryggði Valsmönnum sigurinn á Reykjavíkurmótinu með gullfallegu marki beint úr aukaspyrnu. Reyndist það eina markið í úrslitaleiknum gegn KR.
Guðjón kom til Vals frá Haukum í vetur. „Mér fannst við bara miklu betri í seinni hálfleik. Mér fannst þeir eiginlega bara búnir í upphafi seinni hálfleiks, þeir voru hættir að hlaupa á eftir okkur og við vildum þetta meira," sagði Guðjón eftir leik.
Guðjón er pottþéttur á því að Valsmenn muni vinna fleiri titla í sumar en í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Einnig var tekið viðtal við Kristján Guðmundsson, þjálfara Vals, en því miður urðu hljóðbilanir í því. Í endanum á myndbandinu hér að ofan má þó sjá Kristján tjá sig um Snickers súkkulaði sem varnarmaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson laumaði í bikarinn í viðtalinu.





















