,,Auðvitað keppa menn að því að fá þrjú stig út úr þessum leikjum en ég er ekki óánægður með það sem við sýndum í leiknum,” sagði Logi Ólafsson þjálfari Selfyssinga eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Gróttu í Lengjubikarnum í dag.
,,Við megum nota færin sem við fáum betur og plús það megum við búa til fleiri færi, það vantar einhver klókindi á síðasta þriðjungi vallarins. Við erum með nokkra nýja leikmenn í okkar röðum sem eiga eftir að læra inn á hvern annan.”
Babacarr Sarr og Ibrahima Ndiaye frá Senegal voru í byrjunarliði Selfyssinga í dag og sá síðarnefndi skoraði mark liðsins.
,,Ég vissi að Babacarr er góður leikmaður og Ibrahim sýndi góða takta í dag líka,” sagði Logi en Selfyssingar verða með fjóra Senegala í sumar, Joe Tillen frá Englandi og Endre Ove Brenne frá Noregi.
,,Þetta er international miljø í okkar hópi. Það er nútíminn í knattspyrnunni, þá tala ekki allir sama tungumálið.”
Hér ða ofan má sjá viðtalið í heild sinnni.






















