Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   fös 01. apríl 2011 14:09
Elvar Geir Magnússon
Hannes: Nú er bara að pakka speedo og olíunni
Hannes Þ. Sigurðsson í búningi FH.
Hannes Þ. Sigurðsson í búningi FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikill léttir að vera búinn að skrifa undir samninginn og ég get farið að einbeita mér að alvöru að sumrinu,“ segir sóknarmaðurinn Hannes Þ. Sigurðsson sem skrifaði í dag undir samning við FH og spilar með bikarmeisturunum í sumar.

Hannes hefur verið samningslaus síðustu mánuði en hann lék með Sundsvall síðustu ár. Hann hefur æft með FH í vetur og var með einhver tilboð að utan sem hann hafnaði.

„Þau tilboð komu snemma á árinu og þá voru meiðsli mín einfaldlega þannig að það leit ekkert út fyrir að ég væri að fara neitt. Meiðslin settu strik í reikninginn varðandi þau tilboð sem ég fékk. Ég hef ekki verið heill og ákveðið að hafna þeim tilboðum sem hafa komið upp," segir Hannes.

„Fóturinn er orðinn góður en formið mætti vera betra. Maður þarf að fara að vinna í því og hefur mánuð til stefnu. Með þetta þjálfaralið og þessa aðstöðu sem við höfum ætti að vera minnsta mál að komast í form."

Samningur Hannesar er út sumarið en hann lítur alls ekki á að atvinnumannaferli sínum sé lokið. „Nei ég lít ekki svo á að honum sé lokið. Stefnan er að komast út aftur og reyna að gera eitthvað þar. Þá þarf maður að vera búinn að vinna fyrir því og það ætla ég að gera hérna heima og færvonandi aftur ferilinn aftur á réttan stað," segir Hannes.

„Það eru alltaf sömu markmiðin í Krikanum. Við ætlum okkur að vera að berjast um þessa titla. Það er mikil breidd í þessu liði og miklir hæfileikar. Það verður gaman að sjá þessa blöndu og hvernig þetta verður í sumar. Við ættum að geta gert góða hluti í sumar ef hugarfarið er rétt."

FH heldur á morgun til Portúgals í æfingaferð. „Það er komin tilhlökkun fyrir það. Nú er bara að pakka speedo og olíunni," segir Hannes Þ. Sigurðsson.

Viðtalið við Hannes má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
banner