,,Við mættum Fylki í Reykjavíkurmótinu síðast og það varð hörkuleikur sem fór í vító og við kláruðum það og förum í þennan leik líka tilað vinna hann og klára þetta mót," sagði Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals eftir 2-1 sigur á FH í undanúrslitum Lengjubikarsins í dag.
Þar með er ljóst að Valur mun mæta Fylki í úrslitaleik mótsins næstkomandi mánudag en Fylkir vann KR í undanúrslitum í gær.
Þar með er ljóst að Valur mun mæta Fylki í úrslitaleik mótsins næstkomandi mánudag en Fylkir vann KR í undanúrslitum í gær.
,,FH er sterkt lið og maður þarf að spila á fullum krafti allan tímann. Það þurfti framlengingu í dag og sem betur fer kláruðum við þetta."
,,Sanngjarnt og ekki sanngjarnt, mér fannst þessi leikur allur í járnum og gat dottið hvorum megin. Þeir voru óheppnir og klikkuðu á víti sem var vel varið hjá Halla."
,,Ég vildi klára þetta í framlengingunni og við gerðum það og sýndum gríðarlegan karakter."
,,Það væri mjög gaman að taka annan titilinn í ár, það sem við stefnum á er að klára þennan úrslitaleik með sæmd."






















