Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   mán 09. maí 2011 23:22
Elvar Geir Magnússon
Logi Ólafsson: Tók því miður of langan tíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingar verða í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit bikarkeppninnar á morgun. Þeir unnu sigur á ÍA eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni í kvöld en þessi tvö lið eru líkleg til afreka í 1. deildinni í sumar.

„Þegar þeir misstu mann útaf var erfitt að spila á móti þeim. Þeir eru með reynda menn þarna aftast sem kunna að hreyfa sig og eru búnir að skipuleggja sig það vel að það gekk erfiðlega að finna glufur," segir Logi en hans lið spilaði ellefu gegn tíu stærstan hluta leiksins.

„Þetta tók því miður of langan tíma því miður, við áttum að geta klárað þetta á 90 mínútum. Fyrst 120 mínútur dugðu ekki þá var gripið til vítaspyrnukeppni."

„Þetta eru tvö góð lið. Við höfum spilað við þá áður í vetur og árangur þeirra á vetrarmánuðum hefur verið með miklum ágætum. Þetta er klárlega lið sem kemur til með að vera að berjast á toppi deildarinnar svo það er erfitt að spila á móti þeim."

Markvörðurinn Jóhann Ólafur Sigurðsson var hetja Selfyssinga í vítaspyrnukeppninni en hann varði fjórar spyrnur. „Hann gerði mjög góða hluti. Jóhann hefur æft svakalega vel í vetur," segir Logi.
banner