,,Þetta er klárlega leikur sem við ætluðum að vinna. Við verðum að klára svona leiki ef við ætlum okkur eitthvað í þessari deild," sagði Sveinbjörn Jónasson framherji Þróttar eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Gróttu í kvöld.
Sveinbjörn kom Þrótti yfir í síðari hálfleiknum en það dugði ekki til sigurs í leiknum í kvöld.
,,Þetta hefði verið tíu sinnum gleðilegra ef þetta hefði verið sigurmarkið," sagði Sveinbjörn.
Þrótturum er spáð næstneðsta sæti í fyrstu deildinni í sumar en Sveinbjörn segir fallbaráttu ekki vera á dagskránni.
,,Það kemur ekki til greina hjá neinum í þessu félagi. Við erum með markmið sem við höldum fyrir sjálfa okkur."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.























