Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   fim 14. júlí 2011 22:09
Alexander Freyr Tamimi
Grétar Sigfinnur: Man ekki eftir einu dauðafæri hjá þeim
Grétar Sigfinnur átti mjög góðan leik í vörninni í kvöld.
Grétar Sigfinnur átti mjög góðan leik í vörninni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Grétar Sigfinnur Sigurðarson stóð eins og klettur í vörn KR-inga þegar liðið vann 3-0 sigur gegn MSK Zilina frá Slóvakíu í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hann var að vonum ánægður með sigurinn og sagðist hafa haft fulla trú á verkefninu.

„Áhorfendur og þeir sem voru í kringum þetta höfðu kannski ekki jafn mikla trú á þessu en við ætluðum okkur alltaf að sigra þennan leik. 3-0 kannski ekki það sem við ætluðum okkur en við ætluðum að sigra þennan leik. Við erum á góðu rönni og við höfum gríðarlega trú á okkar getu. Það kemur mér ekki á óvart að við sigruðum en það er mikið verk fyrir höndum. Þeir eru með sterkan heimavöll og við þurfum að gera vel,“ sagði Grétar Sigfinnur við Fótbolta.net.

„3-0 hefði venjulega getað dugað manni en þetta er náttúrulega svakalegt atvinnumannalið sem var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Það verður erfitt að slá þá út en við ætlum okkur að gera það. Þetta er aldrei gefið, þeir geta komið og hlutirnir geta fallið með þeim eins og þeir gerðu svolítið með okkur í seinni hálfleiknum. Það getur allt skeð þannig að við ætlum okkur bara að einbeita okkur að okkar leik. Við ætlum ekki að fara að falla í neina gryfju bara af því að við erum með yfirhöndina núna. Við ætlum bara að vinna þetta lið.“

KR-ingar héldu góðri pressu í leiknum og í stað þess að falla til baka gegn sterku liði Zilina og spiluðu sóknarbolta líkt og þeir hafa gert í sumar.

„Við töluðum mikið um það að við ætluðum ekkert að falla í einhverjar skotgrafir. Við ætluðum að halda boltanum, spila honum á milli okkar og sækja. Það var það sem við ætluðum að gera, auðvitað þurfum við að vera þéttir ef við ætlum að vinna. Ég man eiginlega ekki eftir einu dauðafæri sem þeir voru að fá,“ sagði Grétar við Fótbolta.net.

Viðtalið má sjá í heild sinni í myndbandinu hér að ofan.
banner