Haukur Páll Sigurðsson miðjumaður Vals var ánægður með að Valsmenn höfðu náð að jafna stuttu fyrir leikslok, stuttu eftir að KR-ingar höfðu komist yfir í toppslag 11.umferðar þegar KR og Valur mættust í Frostaskjólinu vestur í bæ.
,,Við vildum auðvitað þrjú stig í leiknum en úr því sem komið var, hvernig leikurinn spilaðist og þeir komast yfir, þá var mjög sætt að jafna metin á erfiðum útivelli, sagði Haukur Páll sem átti fínasta leik á miðjunni hjá Val í kvöld.
,,Við vorum búnir að skoða KR-ingana mjög vel og fara yfir þeirra leik, þeir eru búnir að vera spila mjög vel og eru erfiðir en það var margt jákvætt í þessum leik hjá okkur, sagði Haukur Páll.
Valsmenn vildu fá vítaspyrnu í leiknum í stöðunni 0-0 og er Haukur sannfærður um að Valsmenn hefðu átt að fá vítaspyrnu,
,,Mér fannst þetta vera pjúra víti og ég sá að hann setti flautuna upp í sig og leit síðan á aðstoðardómarann og dæmdi síðan ekki neitt, en að mínu viti var þetta pjúra víti," sagði Haukur Páll Sigurðsson að lokum við Fótbolti.net strax eftir leik.
Viðtalið í heild sinni við Hauk Pál er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.























