„Ég er ánægður með stigið, við vorum langt frá okkar besta í dag. Við vorum í raun í vandræðum á löngum tímum í leiknum. Þrátt fyrir það litum alltaf út fyrir að geta skorað á þá“ sagði Lárus Orri þjálfari Þórs eftir 3-3 jafntefli gegn Fram í dag.
Lestu um leikinn: Fram 3 - 3 Þór
„Fannst þér vítið sem þeir fengu hárréttur dómur?“ Spurði hann blaðamann þegar hann var spurður um vítið sem Þór fékk í lokin, „Mér fannst vítið sem við fengum líka hárréttur dómur. Ég hef haft það fyrir reglu allt tímabilið að vera ekki að kommenta á dómarana og mér fannst bara allt sem hann gerði hárrétt.“
„Síðast þegar við hittum Framarana unnum við 3-2 þannig að við erum með 4 stig gegn þeim. Síðast þegar við hittum Framarana fóru þeir vælandi og skælandi heim út af einhverju ofbeldi sem við beittum þá. Þannig að það verður áhugavert að sjá yfir hverju þeir væla núna,“ sagði hann að lokum.
Athugasemdir