Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 22. september 2019 17:21
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Þ : Hluti af stærri niðursveiflu
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur
Mynd: Benóný Þórhallsson
„Það eru tvær leiðir til að tapa í lífinu og við erum klárlega að falla með sæmd. Við erum gjörsamlega búnir að leggja allt sem við eigum í þetta. Þjálfarar, leikmenn og liðstjórar allir í kringum þetta en stundum er það bara ekki nóg.“

Sagði beygður fyrirliði Grindavíkur Gunnar Þorsteinsson um þá staðreynd að lið hans féll í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Valur

Grindavík fékk fjölmörg færi undir lok leiks til að tryggja sér sigur en inn vildi boltinn ekki og því fór sem fór.

„Við sköpuðum allavega færi og það hafa verið ákveðin batamerki á leik liðsins í síðust tveimur leikjum. Flott framherjaparið hjá okkur en stundum dugar það bara ekki til. Það þarf einhver að taka það á sig að falla.“
Sagði Gunnar ennfremur og bætti svo við.

„Þetta er bara hluti af stærri niðursveiflu á félaginu. Kvennaliðið er búið að falla um tvær deildir á tveimur árum við erum að falla núna og Þetta er bara mjög erfitt bæði í rekstrarlegu tiliti og hvernig leikmenn við erum að búa til. Við höfum svo sem ekki verið að búa til marga leikmenn en það er erfitt þegar þú ert svona lítið bæjarfélag.“

Gunnar sagði eftir leik liðins við ÍA í síðustu viku að hann ætlaði að virða saming sinn við félagið.
Það stendur því ekki á honum að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem þörf er á í Grindavík?

Ekki spurning. Grindavík er félagið mitt og ég verð fyrsti maður til að hjálpa við að koma liðinu upp aftur.
Athugasemdir
banner
banner