Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   lau 07. ágúst 2010 18:11
Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur: Hefði pottþétt náð að setja eitt mark
Ásmundur Guðni Haraldsson.
Ásmundur Guðni Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta er mjög mikilvægt, við ætluðum okkur að ná í þrjú stig og slíta okkur aðeins frá botninum sem og við gerðum og vorum svo að vonast til að úrslit féllu með okkur, sem og þau gerðu líka að mér skilst. Þá erum við komnir aðeins lengra frá botninum en við vorum fyrir þennan dag," sagði Ásmundur Guðni Haraldsson þjálfari Gróttu eftir 3-1 sigur á Fjarðabyggð í dag.

Ásmundur Guðni sneri aftur sem leikmaður í dag þegar hann skipti sjálfum sér inná í framlínuna seint í leiknum. Hans fyrsti leikur í sumar.

,,Það eru búin að vera töluverð meiðsli á okkur og það var nánast sjálfvalið í hópinn. Ég var bara frekur í dag og nýtti kannski þetta eina tækifæri sem ég hef til að spila með Gróttu í 1. deild. Ég gerði það í miklum vinskap við aðra leikmenn í liðinu, en skórnir fara örugglega jafn hratt upp á hilluna og þeir komu niður í dag."

,,Ég vona bara að allir verði heilir og þá þarf ég ekkert að vera að klæða mig í þessa leiki. Við eigum fjóra fimm stráka sem eru fyrir utan og ég vona bara að þeir fari að komast í lag svo við getum farið að spila aftur á okkar sterkasta liði."

,,Það er erfitt að standa fyrir utan þetta en ég hef svosem gert það í síðustu 3-4 árin, ekkert verið með að neinu ráði, og er heldur ekkert þannig lagað með í þessu. En ég er til staðar og til taks ef allt fer til andskotans. Ég hefði viljað fá 2-3 sendingar inn í teig, og þá hefði ég pottþétt náð að setja eitt mark. Það er alveg pottþétt."


Nánar er rætt við Ásmund í sjónvarpinu hér að ofan.
banner