Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvík var sáttur eftir 0-2 sigur á Reyni Sandgerði í 2. deildinni í kvöld.
Sigurganga Ólasara gengur áfram en liðið hefur aðeins tapað einum leik í sumar sem var í FH í undanúrslitum VISA-bikarsins.
,,Við vorum að spila í fyrri hálfleik mjög vel, nýttum færin vel í byrjun. Við vorum að hugsa um að spila agað og skipulagt og það tókst. Það tókst kannski í síðari hálfleik en við náðum ekki þriðja markinu til að klára leikinn," sagði Ejub í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Víkingur hefur ekki enn tapað leik í deildinni í sumar og er Ejub bjartsýn um að liðinu takist að fara taplaust í gegnum deildina.
,,Það er aldrei gaman að tapa ekki einu sinni á æfingum eða í olsen olsen á móti konunni. Ef það er hægt að vinna þá er það best."
,,Ég sagði í byrjun móts að við getum unnið hvaða lið sem er og ég stend við það. Þetta er enginn hroki, auðvitað getum við tapað. Ég hef trú á því sem við erum að gera og á liðinu. Það getur tekist."
Nánar er rætt við Ejub í sjónvarpinu hér að ofan.