,,Þetta er stórkostleg tilfinning. Það er rosalega notalegt að koma í september í smá úða til Akureyrar. Ég kom hingað 2004 með mínu heimaliði og við fögnuðum svo sannarlega og ég skal lofa þér því að það verður ekki minni fögnuður í kvöld," sagði Leifur Garðarsson þjálfari Víkings eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni að ári.
,,Það eru margir sem koma að þessu og það eru rosalega margir sem koma að því að búa til heilt fótboltalið. Við byrjuðum á því í fyrra og það gekk brösulega úrslitalega séð en það var mikilvægt ár því það voru ungir menn sem komu inn og tóku við keflinu af öðrum sem voru farnir."
,,Það var eins gott að við fórum ekki upp í fyrra því við vorum ekki tilbúnir í það en við erum klárir í það núna," sagði Leifur en þjálfar hann lið Víkings áfram á næsta ári?
,,Það veit ég ekkert um, ég er bara þjálfari en ekki stjórnarmaður. Maður veit aldrei nema einn dag í einu í þessu starfi."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.























