Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 01. september 2013 20:23
Magnús Már Einarsson
Máni Péturs: Synirnir í fyrsta skipti á móti manni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
,,Það eru engar blendnar tilfinningar. Mér líður mjög illa og það var mjög leiðinlegt að horfa upp á þetta," sagði Máni Pétursson aðstoðarþjálfari Keflavíkur eftir 2-0 tap liðsins gegn Stjörnunni í kvöld.

Máni er harður stuðningsmaður Stjörnunnar en hann ætlar núna að styðja Garðbæinga í þeim leikjum sem eftir eru í sumar.

,,Ég vona að sjálfsögðu að Stjarnan vinni þá leiki sem þeir eiga eftir. Annað væri hálfvitalegt. Það skrýtnasta í þessu var að synir mínir voru Stjörnumegin í stúkunni og studdu sitt lið. Maður upplifði það í fyrsta skipti að hafa þá á móti sér og þeir komu hlaupandi inn á og voru rosalega ánægðir með úrslitin en sáu að pabbi sinn var það ekki."

Ólafr Karl Finsen skoraði tvívegis undir lokin og tryggði sigur Stjörnunnar eftir að Ingvar Jónsson hafði nokkrum sinnum varið mjög vel í marki Garðbæinga.

,,Fótboltaleikur fer eins og hann á að fara. Meðan við erum ekki að nýta færin okkar þá eigum við ekki skilið að fá eitthvað út úr honum. Við vorum mjög góðir í þessum leik en ég ég held að Suðurnesjamaðurinn í markinu hjá Stjörnunni og Ólafur Karl hafi umfram aðra skilað þessum stigum."

,,Við erum á uppleið þannig séð en ég er svo djöfulli pirraður að fá ekki neitt úr þessum leik. Við hefðum átt að gera betur. Við getum tekið það út að við vorum góðir en það telur ekki rassgat. Við þurfum að hala inn stig og við eigum ekki að vera að tapa hérna á heimavelli."


Máni segir að engin skot hafi gengið á milli sín og Stjörnumanna fyrir leikinn í dag.

,,Garðar (Jóhannsson) nennti að vísu ekki að tala við mig í morgun þegar við fórum að keppa með strákana en annars voru engin skot að ganga. Það kom okkur ekkert á óvart í þessum leik nema kannski að Ólafur Karl hafi verið settur í holuna. Það var jákvætt move enda kláraði þann leik," sagði Máni.

Hér að ofan má sjá viðtalði í heild sinni.
Athugasemdir
banner