„Þetta var ströggl í byrjun... en svo náðum við að þrýsta inn einu marki sem gerði gæfumuninn. Þetta eru alltaf mjög jafnir leikir," sagði Ívar Örn Árnason, varnarmaður KA, eftir sigur gegn Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins.
Lestu um leikinn: Þór 0 - 3 KA
Ívar gerði þriðja mark KA í leiknum, en liðið hefur núna unnið þetta mót fimm sinnum í röð.
„Þetta datt okkar megin í dag, sem betur fer."
Um markið sem hann skoraði, sagði Ívar: „Það kemur fyrirgjöf inn í og Rodri skallar hann, ég rétt snerti bakið á Sigga Marinó og skalla boltann inn."
Það fór í kjölfarið á loft rautt spjald á Sigurð Marinó Kristjánsson, leikmann Þórs. Hann var ósáttur eftir markið. „Ég er hleyp yfir hann þegar ég er búinn að skora og þá sparkar hann aðeins í mig. Ég sé að þetta er Siggi. Ég læt hann vera og labba í burtu. Ég er með góða liðsfélaga sem voru tilbúnir að bakka mig fljótt upp og hjóla í hann. Ég og Siggi erum góðir vinir, þetta fer ekkert upp á milli okkar," sagði Ívar.
„Ég og Siggi erum fyrrum herbergisfélagar og leigðum saman. Við þekkjumst ágætlega."
„Við erum bjartsýnir fyrir sumrinu, það er ekki annað hægt að segja."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
























