Veisla framundan

„Mjög vel, spennandi gluggi, þrír heimaleikir og fyrir þjóðina eru þetta fimm heimaleikir hjá íslensku landsliðunum núna í júní. Veisla framundan, þetta verður gaman," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, við Fótbolta.net í dag. Fyrsti heimaleikurinn er leikur U21 árs liðsins gegn Liechtenstein á morgun.
„Við þurfum að treysta á aðra, það er ljóst en til þess að eitthvað gerist þá snýst þetta um að við spilum góða leiki og við þurfum að byrja á því á morgun á móti Liechtenstein."
„Við þurfum að grípa mómentið að vera á heimavelli, taka fólkið með okkur. Hér eru gríðarlega efnilegir leikmenn sem munu taka Ísland áfram í framtíðinni þannig ég er bara spenntur," sagði Davíð.
Davíð segir markmiðið sé að ná góðum frammistöðum í öllum leikjum. Ef það næst þá eru líkur á því að ná í níu stig úr leikjunum þremur.
Hörkuduglegur strákur
Hann var spurður út í valið á Þorleifi Úlfarssyni og Óla Val Ómarssyni.
„Þorleifur hefur verið að spila mikið í Bandaríkjunum, við höfum verið að fylgjast með honum og töldum að það væri rétt að taka hann inn núna. Hann er búinn að gera vel, hörkuduglegur strákur með mikil gæði fyrir framan markið."
„Óli er búinn að vera í yngri landsliðunum og standa sig vel. Hann hefur fyrst og fremst spilað vel hjá Stjörnunni og frábært að sjá hann koma inn í Stjörnuliðið af svona miklum krafti."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir