Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fim 02. júní 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri: Töldum rétt að taka hann inn núna
Veisla framundan
Icelandair
Davíð Snorri tékkar vöðvana á Ágústi Hlynssyni fyrir æfingu U21 í dag.
Davíð Snorri tékkar vöðvana á Ágústi Hlynssyni fyrir æfingu U21 í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög vel, spennandi gluggi, þrír heimaleikir og fyrir þjóðina eru þetta fimm heimaleikir hjá íslensku landsliðunum núna í júní. Veisla framundan, þetta verður gaman," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, við Fótbolta.net í dag. Fyrsti heimaleikurinn er leikur U21 árs liðsins gegn Liechtenstein á morgun.

„Við þurfum að treysta á aðra, það er ljóst en til þess að eitthvað gerist þá snýst þetta um að við spilum góða leiki og við þurfum að byrja á því á morgun á móti Liechtenstein."

„Við þurfum að grípa mómentið að vera á heimavelli, taka fólkið með okkur. Hér eru gríðarlega efnilegir leikmenn sem munu taka Ísland áfram í framtíðinni þannig ég er bara spenntur,"
sagði Davíð.

Davíð segir markmiðið sé að ná góðum frammistöðum í öllum leikjum. Ef það næst þá eru líkur á því að ná í níu stig úr leikjunum þremur.

Hörkuduglegur strákur
Hann var spurður út í valið á Þorleifi Úlfarssyni og Óla Val Ómarssyni.

„Þorleifur hefur verið að spila mikið í Bandaríkjunum, við höfum verið að fylgjast með honum og töldum að það væri rétt að taka hann inn núna. Hann er búinn að gera vel, hörkuduglegur strákur með mikil gæði fyrir framan markið."

„Óli er búinn að vera í yngri landsliðunum og standa sig vel. Hann hefur fyrst og fremst spilað vel hjá Stjörnunni og frábært að sjá hann koma inn í Stjörnuliðið af svona miklum krafti."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner