Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 02. júní 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri: Töldum rétt að taka hann inn núna
Veisla framundan
Icelandair
Davíð Snorri tékkar vöðvana á Ágústi Hlynssyni fyrir æfingu U21 í dag.
Davíð Snorri tékkar vöðvana á Ágústi Hlynssyni fyrir æfingu U21 í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög vel, spennandi gluggi, þrír heimaleikir og fyrir þjóðina eru þetta fimm heimaleikir hjá íslensku landsliðunum núna í júní. Veisla framundan, þetta verður gaman," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, við Fótbolta.net í dag. Fyrsti heimaleikurinn er leikur U21 árs liðsins gegn Liechtenstein á morgun.

„Við þurfum að treysta á aðra, það er ljóst en til þess að eitthvað gerist þá snýst þetta um að við spilum góða leiki og við þurfum að byrja á því á morgun á móti Liechtenstein."

„Við þurfum að grípa mómentið að vera á heimavelli, taka fólkið með okkur. Hér eru gríðarlega efnilegir leikmenn sem munu taka Ísland áfram í framtíðinni þannig ég er bara spenntur,"
sagði Davíð.

Davíð segir markmiðið sé að ná góðum frammistöðum í öllum leikjum. Ef það næst þá eru líkur á því að ná í níu stig úr leikjunum þremur.

Hörkuduglegur strákur
Hann var spurður út í valið á Þorleifi Úlfarssyni og Óla Val Ómarssyni.

„Þorleifur hefur verið að spila mikið í Bandaríkjunum, við höfum verið að fylgjast með honum og töldum að það væri rétt að taka hann inn núna. Hann er búinn að gera vel, hörkuduglegur strákur með mikil gæði fyrir framan markið."

„Óli er búinn að vera í yngri landsliðunum og standa sig vel. Hann hefur fyrst og fremst spilað vel hjá Stjörnunni og frábært að sjá hann koma inn í Stjörnuliðið af svona miklum krafti."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner