Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 02. júní 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri: Töldum rétt að taka hann inn núna
Veisla framundan
Icelandair
Davíð Snorri tékkar vöðvana á Ágústi Hlynssyni fyrir æfingu U21 í dag.
Davíð Snorri tékkar vöðvana á Ágústi Hlynssyni fyrir æfingu U21 í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög vel, spennandi gluggi, þrír heimaleikir og fyrir þjóðina eru þetta fimm heimaleikir hjá íslensku landsliðunum núna í júní. Veisla framundan, þetta verður gaman," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, við Fótbolta.net í dag. Fyrsti heimaleikurinn er leikur U21 árs liðsins gegn Liechtenstein á morgun.

„Við þurfum að treysta á aðra, það er ljóst en til þess að eitthvað gerist þá snýst þetta um að við spilum góða leiki og við þurfum að byrja á því á morgun á móti Liechtenstein."

„Við þurfum að grípa mómentið að vera á heimavelli, taka fólkið með okkur. Hér eru gríðarlega efnilegir leikmenn sem munu taka Ísland áfram í framtíðinni þannig ég er bara spenntur,"
sagði Davíð.

Davíð segir markmiðið sé að ná góðum frammistöðum í öllum leikjum. Ef það næst þá eru líkur á því að ná í níu stig úr leikjunum þremur.

Hörkuduglegur strákur
Hann var spurður út í valið á Þorleifi Úlfarssyni og Óla Val Ómarssyni.

„Þorleifur hefur verið að spila mikið í Bandaríkjunum, við höfum verið að fylgjast með honum og töldum að það væri rétt að taka hann inn núna. Hann er búinn að gera vel, hörkuduglegur strákur með mikil gæði fyrir framan markið."

„Óli er búinn að vera í yngri landsliðunum og standa sig vel. Hann hefur fyrst og fremst spilað vel hjá Stjörnunni og frábært að sjá hann koma inn í Stjörnuliðið af svona miklum krafti."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner