Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   fim 02. júní 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri: Töldum rétt að taka hann inn núna
Veisla framundan
Icelandair
Davíð Snorri tékkar vöðvana á Ágústi Hlynssyni fyrir æfingu U21 í dag.
Davíð Snorri tékkar vöðvana á Ágústi Hlynssyni fyrir æfingu U21 í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög vel, spennandi gluggi, þrír heimaleikir og fyrir þjóðina eru þetta fimm heimaleikir hjá íslensku landsliðunum núna í júní. Veisla framundan, þetta verður gaman," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, við Fótbolta.net í dag. Fyrsti heimaleikurinn er leikur U21 árs liðsins gegn Liechtenstein á morgun.

„Við þurfum að treysta á aðra, það er ljóst en til þess að eitthvað gerist þá snýst þetta um að við spilum góða leiki og við þurfum að byrja á því á morgun á móti Liechtenstein."

„Við þurfum að grípa mómentið að vera á heimavelli, taka fólkið með okkur. Hér eru gríðarlega efnilegir leikmenn sem munu taka Ísland áfram í framtíðinni þannig ég er bara spenntur,"
sagði Davíð.

Davíð segir markmiðið sé að ná góðum frammistöðum í öllum leikjum. Ef það næst þá eru líkur á því að ná í níu stig úr leikjunum þremur.

Hörkuduglegur strákur
Hann var spurður út í valið á Þorleifi Úlfarssyni og Óla Val Ómarssyni.

„Þorleifur hefur verið að spila mikið í Bandaríkjunum, við höfum verið að fylgjast með honum og töldum að það væri rétt að taka hann inn núna. Hann er búinn að gera vel, hörkuduglegur strákur með mikil gæði fyrir framan markið."

„Óli er búinn að vera í yngri landsliðunum og standa sig vel. Hann hefur fyrst og fremst spilað vel hjá Stjörnunni og frábært að sjá hann koma inn í Stjörnuliðið af svona miklum krafti."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner