Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 02. júní 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristian: Man Utd að fá mjög góðan stjóra sem spilar skemmtilegan fótbolta
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta verkefni, markmiðið er að vinna alla þrjá leikina. Ég er í toppstandi, engin meiðsli eða slíkt," sagði Kristian Nökkvi Hlynsson við Fótbolta.net í dag.

Framundan er leikur U21 árs landsliðsins gegn Liechtenstein á morgun. Kristian er leikmaður Ajax í Hollandi og hefur í vetur spilað með varaliði félagsins auk þess að hafa komið við sögu í bikarleikjum með aðalliðinu.

„Ég var í stóru hlutverki með varaliðinu og fékk séns í bikarnum. Það var mjög skemmtilegt," sagði Kristian sem vonast eftir fleiri tækifærum með aðalliðinu á næsta tímabili. Hann segir að hans hlutverk á næsta tímabili verði mögulega rætt eftir landsleikina.

Erik ten Hag hefur verið stjóri Ajax síðustu ár en hann hefur söðlað um og er tekinn við Manchester United.

„Mín kynni af honum voru mjög góð, hann er mjög góður þjálfari og spilar skemmtilegan fótbolta. Ég held að Manchester United sé að fá góðan stjóra."

Kristian kveðst sáttur með tímann til þessa í Hollandi. „Ég kem inn í U16 liðið og er búinn að vinna mig upp."

Í lok viðtals var Kristian spurður út í A-landsliðið. Hann segist einbeittur á verkefnið með U21.
Athugasemdir
banner
banner