Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   lau 02. október 2021 14:37
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Raggi: Gáfum þeim ódýr mörk
Sigurur Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Húni Hauksson, þjálfarar Keflavíkur
Sigurur Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Húni Hauksson, þjálfarar Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var vonsvikinn með að koma ekki liðinu í bikarúrslitinn eftir 2-0 tapið gegn ÍA en var þó í heildina með árangurinn í keppninni

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  0 Keflavík

Gísli Laxdal Unnarsson skoraði bæði mörk ÍA í fyrri hálfleik í erfiðu veðri á Akranesi. Skagamenn héldu fengnum hlut í þeim síðari og tryggðu sér í fyrsta bikarúrslitaleikinn í átján ár.

„Ég held að ég geti alveg fagnað því að við náðum mjög flottum árangri í þessari keppni. Fyrir lið sem var í Lengjudeildinni í fyrra og vinnur þrjú Pepsi-deildarlið, tvö af fjórum bestu liðum landsins, Breiðablik og KA, og svo HK á útivelli. Við getum verið stolt af því," sagði Siggi Raggi við Fótbolta.net.

„Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel, vorum með vindinn á móti okkur og fáum á okkur tvö mörk. Skagamenn héldu fengnum hlut í seinni hálfleik. Mér fannst við spila betur í seinni hálfleik, við fengum okkar skotfæri en því miður dugði það ekki til, til að leggja þá að velli."

„Þeir eru búnir að vera á siglingu undanfarið og ég vil óska þeim til hamingju með að vera komnir í bikarúrslitaleikinn.

„Mér fannst við ragir. Við vorum ekki eins harðir af okkur í tæklingum og lengi að komast inn í leikinn. Við fengum eitt eða tvö ágætis færi en gáfum þeim ódýr mörk fannst mér. Við þurfum að fara betur yfir það en í heildina flott season og héldum okkur uppi."


Davíð Snær Jóhannsson var rekinn af velli þegar tuttugu mínútur voru eftir. Þetta var hans annað gula spjald en Siggi Raggi telur að hann muni læra af þessu.

„Þetta voru tvö gul spjöld fannst mér en Davíð verður að læra af því. Hann er ungur og ákafur í sínum leik. Hann er kominn með alltof mörg gul spjöld í sumar og þarf að lagfæra það í sínum leik en stundum er það gott að hann sé aggresífur og vinnur mikið af boltum. Hann er að læra og þroskast en í dag fannst mér hann verðskulda þessi tvö gulu spjöld," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner