Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 02. október 2021 14:37
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Raggi: Gáfum þeim ódýr mörk
Sigurur Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Húni Hauksson, þjálfarar Keflavíkur
Sigurur Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Húni Hauksson, þjálfarar Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var vonsvikinn með að koma ekki liðinu í bikarúrslitinn eftir 2-0 tapið gegn ÍA en var þó í heildina með árangurinn í keppninni

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  0 Keflavík

Gísli Laxdal Unnarsson skoraði bæði mörk ÍA í fyrri hálfleik í erfiðu veðri á Akranesi. Skagamenn héldu fengnum hlut í þeim síðari og tryggðu sér í fyrsta bikarúrslitaleikinn í átján ár.

„Ég held að ég geti alveg fagnað því að við náðum mjög flottum árangri í þessari keppni. Fyrir lið sem var í Lengjudeildinni í fyrra og vinnur þrjú Pepsi-deildarlið, tvö af fjórum bestu liðum landsins, Breiðablik og KA, og svo HK á útivelli. Við getum verið stolt af því," sagði Siggi Raggi við Fótbolta.net.

„Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel, vorum með vindinn á móti okkur og fáum á okkur tvö mörk. Skagamenn héldu fengnum hlut í seinni hálfleik. Mér fannst við spila betur í seinni hálfleik, við fengum okkar skotfæri en því miður dugði það ekki til, til að leggja þá að velli."

„Þeir eru búnir að vera á siglingu undanfarið og ég vil óska þeim til hamingju með að vera komnir í bikarúrslitaleikinn.

„Mér fannst við ragir. Við vorum ekki eins harðir af okkur í tæklingum og lengi að komast inn í leikinn. Við fengum eitt eða tvö ágætis færi en gáfum þeim ódýr mörk fannst mér. Við þurfum að fara betur yfir það en í heildina flott season og héldum okkur uppi."


Davíð Snær Jóhannsson var rekinn af velli þegar tuttugu mínútur voru eftir. Þetta var hans annað gula spjald en Siggi Raggi telur að hann muni læra af þessu.

„Þetta voru tvö gul spjöld fannst mér en Davíð verður að læra af því. Hann er ungur og ákafur í sínum leik. Hann er kominn með alltof mörg gul spjöld í sumar og þarf að lagfæra það í sínum leik en stundum er það gott að hann sé aggresífur og vinnur mikið af boltum. Hann er að læra og þroskast en í dag fannst mér hann verðskulda þessi tvö gulu spjöld," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner