Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   fim 03. febrúar 2022 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hrós til þeirra sem hafa hlustað á okkur sem hafa kvartað yfir þessu"
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan verður frá í einhverjar vikur.
Kjartan verður frá í einhverjar vikur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég met þetta eins og leikina hingað til í Reykjavíkurmótinu, mjög góð æfing. Við fengum hörkugott Fram lið á móti okkur, þeir voru sprækir og flottir og ofsalega vel skipulagt lið. Það er búið að vera mjög gaman að fylgjast með þeim síðustu tvö ár, Jón (þjálfari Fram) er að gera frábæra hluti og bara mjög erfiður leikur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-3 sigur gegn Fram í Reykjavíkurmótinu.

Úrslitin þýða að KR mun mæta Val í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Fram hins vegar mætir Víkingi í leiknum um 3. sætið.

„Það er erfitt að spila inni, það eru orðin einhver ár síðan við spiluðum hérna," saðgi Rúnar og glotti, „Og sem betur fer, hrós til þeirra sem sjá um að halda utan um þetta mót að völlurinn er blautur og fínn, betra að spila fótbolta og minni slysahætta. Ég er heilt yfir ánægður að vinna og sleppa við alvarleg meiðsl."

Atli Sigurjónsson og Kristján Flóki Finnbogason fóru af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik. Hversu alvarleg eru þau meiðsl?

„Ekki mjög, Flóki fékk smá tak í bakið, það gerðist í raun í upphitun og svo ágerðist það bara þegar leið á leikinn. Þetta var kannski ekki vellinum að kenna eða neinu slíku. Atli sneri sig örlítið á ökklanum þegar hann ætlaði að stíga til jarðar. Bara óheppni og ekkert alvarlegt."

Rúnar gagnrýndi það harðlega árið 2020 að spilað væri á gervigrasinu í Egilshöll. Rúnar var í eftirminnilegu viðtali eftir bikarleik gegn Vængjum Júpíters í júní 2020. Þá hafði Gunnar Þór Gunnarsson meiðst illa í leiknum sem spilaður var í Egilshöll.

„Við erum að horfa upp á Gunnar vera klára ferilinn sinn hér vegna hnémeiðsla sem má rekja til gervigrassins hérna. Ég er ekki að álasa Vængjum Júpíters á neinn hátt heldur knattspyrnusambandinu. Það er óboðlegt að spila hér inni í 32-liða úrslitum á þessu gervigrasi. Annar leikmaðurinn minn á þessu ári sem eyðileggur á sér hnéð hérna," sagði Rúnar í viðtalinu sem má nálgast með því að smella hér.

En aftur að leiknum í kvöld. Er grasið betra en það hefur verið?

„Já, ef það er blautt þá er það miklu, miklu betra en samt alltaf öðruvísi að spila inni. En hrós til þeirra sem hafa allavega hlustað á okkur sem hafa kvartað yfir þessu og að hafa grasið blautt er besta mögulega aðstaðan hér inni."

Kjartan Henry Finnbogason lék ekki með KR í dag og verður ekki með í leiknum gegn Val á sunnudag. „Kjartan er ekki í 100% standi, hann er slæmur í nára, það er verið að skoða það. Það eru einhverjar vikur í hann," sagði Rúnar.

Viðtalið við Rúnar Kristinsson er talsvert lengra og má nálgast það í heild í spilaranum að ofan. Þar ræðir hann um fyrirkomulagið á Reykjavíkurmótinu og þann ókost að ekki megi spila leikmönnum sem ekki eru komnir með leikheimild. Þá ræddi hann einnig um Hall Hansson, Finn Tómas Pálmason og Sigurð Bjart Hallsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner