Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 04. febrúar 2022 14:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini Halldórs: Bandaríkin er náttúrulega bara besta þjóð í heimi
Icelandair
Steini Halldórs
Steini Halldórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikdagar Íslands.
Leikdagar Íslands.
Mynd: SheBelieves
Ásta Eir er komin aftur í landsliðið eftir ríflega tveggja ára fjarveru.
Ásta Eir er komin aftur í landsliðið eftir ríflega tveggja ára fjarveru.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hingað til hefur þetta verið mjög stórt mót, Bandaríkin er mjög stór þjóð í kvennaboltanum og það er mikið umstang í kringum þeirra landslið. Þetta hefur verið flott mót, fullt af áhorfendum og stemning í kringum það. Við lítum á þetta sem flott tækifæri, svona aðeins öðruvísi æfingamót heldur en liðið hefur verið að fara á undanfarin ár," sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

Þorsteinn kynnti landsliðshópinn fyrir SheBelieves Cup í Bandaríkjunum í dag og var til viðtals í kjölfarið.

Skoðaðu hópinn:
Hópurinn sem fer á SheBelieves Cup: Ásta Eir í hópnum

Ísland mætir Nýja-Sjálandi, Tékklandi og Bandaríkjunum í mótinu. Hvernig líst þér á þá?

„Bara vel, Nýja-Sjáland er flott lið sem við höfum einu sinni spilað við, árið 2016 og fór sá leikur 1-1. Andrea Rán skoraði minnir mig (Ísland mætti Nýja-Sjálandi á Algarve 2016). Þær eru á svipuðum stað og við, númer nítján á styrkleikalista, eru með flott, sterkt lið og kröftugt lið. Tékkana þekkum við [erum með þeim í riðli í undankeppni HM] náttúrulega og Bandaríkin er náttúrulega bara besta þjóð í heimi og verður virkilega gaman að sjá okkur kljást við þær, gaman að takast á við kraftinn og hraðan í þeim."

Horfiru meira í úrslitin eða frammistöðuna?

„Auðvitað horfir maður meira í frammistöðuna en auðvitað vonast maður til að vinna allt sem maður fer í og það er alltaf planið að fara í þessa leiki til að vinna. Við förum ekki í þetta mót bara til að taka þátt. Yfirleitt fylgir frammistaða úrslitum og ég vil sjá liðið halda áfram að þróast, halda áfram að gera góða hluti og halda áfram að stíga upp á móti stærri þjóðum. Það er það sem við þurfum að venja okkur á, að geta gert góða hluti á móti stærri þjóðum."

Var lögð mikil áhersla að komast inn á þetta mót eða var þetta eitthvað sem kom upp í hendurnar á KSÍ?

„Bæði og, við spurðumst fyrir um þetta, þetta var svolítið langt ferli og það voru einhverjar aðrar þjóðir sem voru líka inn í þessu og á endanum fengum við boð um að fara á mótið. Við vonuðumst eftir því að komast á mótið út af umgjörðinni í kringum það og bara jákvætt að fá að taka þátt í því. Við hefðum alveg getað farið á Pinatar eða Algarve, það voru möguleikar í stöðunni fyrir okkur en mér fannst þetta mest spennandi."

Ein breyting er á landsliðshópnum frá síðasta verkefni, hver er hugsunin á bakvið þá breytingu að fá Ástu Eir Árnadóttur inn í hópinn?

Guðný Árnadóttir er meidd og við þurftum að taka inn annan hægri bakvörð. Ég taldi Ástu hafa verið að stíga upp seinni part Íslandsmótsins og svo í framhaldinu í Meistaradeildinni. Ásta er sterk varnarlega og ágæt sóknarlega þannig ég taldi hana vera tilvalna í þetta."

Varstu að íhuga að gefa einhverjum nýliðum tækifæri í þessu verkefni eða horfðiru í að móta hópinn frekar fyrir lokakeppni EM í sumar?

„Það voru alveg 1-2 nýliðar sem komu alveg til greina en í grunnin var þetta valið úr sama kjarnanum. Það voru 1-2 sem við vorum að spá í en ákváðum að breyta ekki meira en ég gerði," sagði Steini.
Athugasemdir
banner