Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
banner
   fös 04. apríl 2025 19:34
Anton Freyr Jónsson
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Icelandair
Emilía Kiær í leiknum í dag.
Emilía Kiær í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Klárlega sterk tilfinning að við hefðum geta skorað mark og tekið þrjú stig en að taka eitt stig á móti Noregi er betra en núll stig," sagði Emilía Kiær Ásgeirsdóttir eftir markalausa jafnteflið við Noreg í Þjóðardeild kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Noregur

„Mér fannst við skapa mest klárlega og eins og ég sagði þá áttum við að skora en við vörðumst líka okkar marki mjög vel og við verðum að taka það út úr þessum leik líka."

„Þetta eru bara allt öðruvísi lið sem mætast hér í dag. Íslenska liðið og liðsheildin sem við erum með er bara allt önnur en norska liðið finnst mér. Noregur er með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon."

Emilía segir að það sem vantaði upp á sóknarleikinn er að vera með meiri yfirvegun á boltanum á síðasta þriðjungi vallarins.

„Við getum alveg verið meira rólegri á boltanum þegar við komum framar, við erum alveg með tæknina og hæfileikana til þess en það er bara eitthvað sem við erum að vinna í og verðum að halda áfram að vinna í."


Athugasemdir
banner
banner