Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fim 04. maí 2023 23:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selfossi
Nik: Þetta á að vera Besta deildin og svona er að gerast
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lið Þróttar fagnar marki.
Lið Þróttar fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik að störfum.
Nik að störfum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur með úrslitin. Þetta er erfiður útivöllur að koma á," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 1-2 sigur gegn Selfossi í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Þróttur R.

„Fyrri hálfleikurinn var slakur hjá báðum liðum... en í seinni hálfleiknum vorum við betri. Þetta var ekki frábært en við gerðum nóg til að vinna leikinn."

Þróttur er með sex stig eftir tvo leiki, fullkominn árangur. „Nákvæmlega, þarna viljum við vera. Við erum ekki að spila frábærlega en við náum í þrjú stig. Við sýndum karakter í dag."

Sæunn Björnsdóttir skoraði sigurmarkið með frábæru skoti. „Hún getur miklu meira en hún áttar sig á. Hún þarf að vera með meira sjálfstraust. Hún er góð fótboltakona... hún skoraði næstum því tvö mörk í dag. Ég er mjög ánægður með hana og hún verður bara að halda áfram, og hafa trú á sjálfri sér."

Vonbrigði hvernig þessu var bara hent í fangið á liðunum
Það var mikil umræða fyrir þennan leik. Nik fór á Twitter á þriðjudagskvöld og lýsti yfir óánægju sinni með skipulag KSÍ í kringum leikinn. Hann átti upphaflega að fara fram á mánudag og átti að vera sýndur á Stöð 2 Sport, en vegna veðurs var hann færður á miðvikudag. Út af leikjum í Bestu deild karla og Olís-deild kvenna var svo ákveðið að færa hann á daginn í dag svo hægt væri að sýna hann í beinni útsendingu.

Þjálfarar liðanna voru illa upplýstir og voru ekki með í umræðunni, en þeir fengu ekki fréttir af frestuninni - fram á daginn í dag - fyrr en á þriðjudaginn. „Þjálfararnir fengu ekki þessar upplýsingar fyrr en klukkutíma fyrir æfingu sem var liður í undirbúningi fyrir leikinn á morgun (miðvikudag). Þetta er algjörlega óásættanlegt," skrifaði Nik.

„Þetta var ekki gert í samráði við félögin að finna bestu lausnina. Hvað væri best fyrir leikmenn, þjálfara og sjálfboðaliða sem þegar þurftu að breyta eða hætta við próf í skólum, breyta vöktum og græja barnapössun."

Nik var frekar spurður út í þetta í viðtali eftir leikinn í kvöld. „Þetta var kannski ekki Stöð 2 að kenna en það eru vonbrigði hvernig þessu var bara hent í fangið á liðunum. Þetta hafði áhrif á undirbúninginn. Þetta er Besta deildin og við viljum bæta deildina, og svona er að gerast - að leikjunum sé breytt á síðustu stundu. Við vorum pirruð á þessu en höldum áfram," sagði Nik en hann sagði upphaflega að hann ætlaði að setja Vísi og Stöð 2 Sport í fjölmiðlabann. Hann sagði svo í kvöld að hann hefði dregið það til baka.

Hann vonast til að upplýsingaflæðið muni batna og einnig að það verði meira svigrúm fyrir samræður til að bæta fótboltann og allt í kringum hann.

„Vonandi getum við bætt þetta með KSÍ í framhaldinu. Við erum lítið land og ættum að geta sest niður og rætt málin til að bæta gæðin í leiknum, bæði karla- og kvennamegin. Það er ekki bara þetta mál, að leikurinn sé færður. Það væri gott að setjast niður og ræða það hvernig við viljum bæta leikinn hérna, dómgæsluna og margt fleira. Það væri gott ef fólk væri viljugt til að setjast niður og ræða málin í staðinn fyrir að allt sé inn í lokuðu herbergi og þú heyrir ekki neitt," sagði Nik og bætti við:

„Ég vona að við fáum KSÍ, ÍTF, Stöð 2, þjálfarasamtökin... til að setjast niður og ræða hvernig við getum komið leiknum fram á við fyrir landið. Þetta er frábær vara - íslenskur fótbolti - og fólk vill horfa á hann. Mér finnst við geta gert betur," sagði Nik að lokum.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner