Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 04. júní 2022 17:52
Anton Freyr Jónsson
Arnór Sig: Hellingur sem við getum tekið út úr þessum leik
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska landsliðið er mætt til Reykjavíkur eftir langt ferðarlag frá Ísrael þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli á fimmtudaginn gegn Ísrael í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni.

„Bara vel, eins og þú segir langt ferðalag. Ég held að flestir af okkur hafi náð að hvíla sig almennilega. Við fengum daginn í gær og í dag til að recovera og það hefur gengið mjög vel." sagði Arnór Sigurðsson.


Arnór Sigurðsson lék 90 mínútur úti gegn Ísrael og segir hann stöðuna á sér sjálfum vera góð og hann verði klár í slaginn á mánudaginn.

„Hún er bara mjög góð, ég er góður í líkamanum og klár í slaginn á mánudaginn."

Arnór Sigurðsson skoraði annað mark Íslands eftir undirbúning frá Herði Björgvin Magnússyni og segir hann að liðið geti tekið margt jákvætt úr leiknum úti.

„Það er hellingur sem við getum tekið út úr þessum leik sem var jákvætt en aðsjálfsögðu líka eitthvað sem við þurfum að laga til þess að taka næsta skref sem lið. Við sýndum karakter eftir að við lentum undir að snúa leiknum okkur í vil og svekkjandi auðvitað að hafa fengið á okkur þetta jöfnunarmark en margt jákvætt sem við þurfum að horfa í og laga það sem þarf að laga."

Framundan er leikur gegn Albaníu á Laugardalsvelli á mánudaginn og hefst sá leikur klukkan 18:45.

„Það skiptir kannski mestu máli að við náum okkur eftir ferðalagið og síðasta leik en núna er focusin komin á Albaníu og við förum að skoða þá og erum byrjaðir á því nú þegar. Það er góð stemming inn í hópnum og allir verða klárir á mánudaginn." sagði Arnór Sigurðsson 


Athugasemdir
banner