Íslenska landsliðið er mætt til Reykjavíkur eftir langt ferðarlag frá Ísrael þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli á fimmtudaginn gegn Ísrael í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni.
„Bara vel, eins og þú segir langt ferðalag. Ég held að flestir af okkur hafi náð að hvíla sig almennilega. Við fengum daginn í gær og í dag til að recovera og það hefur gengið mjög vel." sagði Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson lék 90 mínútur úti gegn Ísrael og segir hann stöðuna á sér sjálfum vera góð og hann verði klár í slaginn á mánudaginn.
„Hún er bara mjög góð, ég er góður í líkamanum og klár í slaginn á mánudaginn."
Arnór Sigurðsson skoraði annað mark Íslands eftir undirbúning frá Herði Björgvin Magnússyni og segir hann að liðið geti tekið margt jákvætt úr leiknum úti.
„Það er hellingur sem við getum tekið út úr þessum leik sem var jákvætt en aðsjálfsögðu líka eitthvað sem við þurfum að laga til þess að taka næsta skref sem lið. Við sýndum karakter eftir að við lentum undir að snúa leiknum okkur í vil og svekkjandi auðvitað að hafa fengið á okkur þetta jöfnunarmark en margt jákvætt sem við þurfum að horfa í og laga það sem þarf að laga."
Framundan er leikur gegn Albaníu á Laugardalsvelli á mánudaginn og hefst sá leikur klukkan 18:45.
„Það skiptir kannski mestu máli að við náum okkur eftir ferðalagið og síðasta leik en núna er focusin komin á Albaníu og við förum að skoða þá og erum byrjaðir á því nú þegar. Það er góð stemming inn í hópnum og allir verða klárir á mánudaginn." sagði Arnór Sigurðsson






















