
„Hann var ekki nógu góður en við náðum að skora og klára leikinn í endann. Nei, mér fannst við alltaf vera, allavega í seinni hálfleik að eiga leikinn og eiga að vinna en bara þú veist þetta var smá þolinmæði, en þetta kom í endann sem betur fer", sagði Málfríður Erna Sigurðardóttir leikmaður Stjörnunar eftir 1-2 sigur Stjörnunar á KR í 11. umferð Bestu deildar kvenna.
Lestu um leikinn: KR 1 - 2 Stjarnan
Þrátt fyrir að Stjarnan hafi náð að landa sigri hefur spilamennska likðsins oft verið betri og sagði Málfríður þetta þegar hún var spurð að því hvað hefði vantað upp á í leik Stjörnunar í kvöld,
„Það vantaði bara grimmd og að ná að klára færin, það var eiginlega það var eiginlega svona smá blóð á tennurnar og ná að klára"
„Mjög, mjög sætt, það er örugglega ennþá sætara að klára þetta í uppbótatíma" sagði Málfríður Erna þegar hún var spurð af því hvernig tilfining það hafi verið að sjá boltann í netinu í uppbótatíma.
Stjarnan sem situr í 3. sæti deildarinnar spilar við Breiðablik sem er í 2. sætinu á þriðju daginn og leikurinn leggst vel í Málfríði, „Bara mjög vel, við ætlum að reyna að halda áfram og bara klára leikinn, bara áfram gakk."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.