Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 04. október 2020 19:40
Baldvin Már Borgarsson
Hans Viktor: Við ætlum að fara að vinna leiki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hans Viktor, fyrirliði Fjölnis var svekktur eftir 1-0 tap gegn Stjörnunni fyrr í dag.

Stjarnan tók á móti Fjölni á Samsungvellinum í Pepsi Max deild karla og sigraði með marki úr vítaspyrnu undir lok leiks þar sem Hilmar Árni skoraði af öryggi.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Fjölnir

„Mjög svekktur, mér finnst þetta bara vera 50/50 leikur og við erum bara inní leiknum, fáum færi til að skora og komast yfir, líka til að jafna og fá á sig þetta víti er bara mjög svekkjandi.''

„Þetta er bara búið að vera saga sumarsins, manni finnst maður alltaf eiga fína leiki og eins og í síðustu fimm leikjum finnst mér við eiga frammistöður sem eiga að uppskera fleiri stig, jafnvel sigur en það er hrikalega erfitt þegar maður leggur sig allan fram en fær ekkert og það leggst á hópinn en við reynum alltaf að gíra okkur upp í næsta leik.''


Er erfitt að gíra sig upp í næstu leiki?

„Það er ekki erfitt, við ætlum að fara að vinna leiki.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Hansi betur um leikinn, vítaspyrnudóminn, framhaldið með félaginu og trúnna í leikmannahópnum.
Athugasemdir
banner
banner